Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

laugardagur, júní 12, 2004

Gott veður

Það er komið langt síðan við blogguðum síðast ég(Sveinn) og Olla. Ástæðan er einföld höfum bara verið úti eða í það minnsta ég við að girða og keyra skít, loksins búið. Í morgun fórum við svo til Reykjavíkur að kaupa uppþvottavél og grill því að á morgun koma krakkarnir og þá stóreykst uppvaskið og okkur langar ekki að vera vaskandi upp allan daginn. Svo fórum við og hittum hana Hafdísi og hennar fjölskyldu en börnin hennar koma í sveit hér á morgun. Það var eiginlega bara fyndið hvað Olla og Hafdís er líkar svona andlega. Veit svo sem ekki hvað ég á að segja fleira núna þannig að ég kveð bara núna
Sveinn segir bless