Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

laugardagur, desember 04, 2004


Hér eru við að skríða saman eftir ælupest sem flestir eru að fá þessa daganna. Aðfaranótt föstudags fór í það að æla hjá mér og Ollu. Vorum síðan bara uppí rúmi fram að kvöldmat. Fannst fyrst að það gæti verið sniðugt að vera veik saman en það er ekkert gaman. Það er svo sem ekki annað mikið að frétta nema að ég fór til læknis á fimmtudaginn til að fá skýringar á því af hverju ég væri að léttast svona og fékk enginn svör enda var hann búin að prófa það sem hann hélt að gæti verið að. Hann sagði að ég skildi prófa að halda matardagbók. Það er nú hálffyndið að þegar ég á að fara halda matardagbók þá fæ ég ælupest og get ekkert borðað.
Hef svo sem ekkert fleira að segja núna nema það að líklega þarf maður að vera duglegri að kommenta hjá öðrum til að þeir kommenti hjá mér.

Sveinn fyrir hönd veikrar fjölskyldu