Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

miðvikudagur, janúar 12, 2005

Hugleiðingar.
Ég hef mikið verið að velta fyrir mér uppeldi undanfarið. Hvað er það sem gerir fólk að góðum foreldrum? Er það að lesa fyrir börnin sín þótt maður nennir því ekki? Er það að láta þau taka til í herberginu sínu? Hvað eru foreldrar annað en ráðríkir stjórnarar? Foreldrar gera í raun ekkert annað en að skipa börnum sínum fyrir, taktu til, borðaðu matinn þinn, klæddu þig og svo framvegis. Maður verður bara að reyna að kenna börnunum góða siði en hvernig er best að gera það veit ekki svo sem ekki.
Í gær fórum við til Reykjavíkur með Arndísi til læknis til að láta skoða þessi útbrot á henni. Hana var farið að klæja svo mikið enda var húðin orðinn eins og sandpappír. Læknirinn sagði að þetta væri líklega vírus sem hafi sett þetta af stað. Hann vildi meðhöndla þetta sem exem enda sagði hann að þetta gæti verið byrjun á svoleiðis. Við fengjum síðan krem til að bera á hana og er hún mikið betri núna. Svaf yfir mig í gær en þá ætluðum við að fara öll í fjósið um kl 6 um morgunninn. Vaknaði ekki fyrr en 7:15 og þá voru þau að vera búinn. Vaknaði á settum tíma í morgun og fór í fjósið. Var síðan úti í allan dag að færa drasl milli húsa. Taka úr bílskúrnum og setja útí skemmu og taka úr skemmunni og fara með úti í hlöðu. Þetta var bara nokkuð góður dagur.
Þegar við vorum í Reykjavík og hringdi tengdamamma í okkur og sagði okkur það að það væri verið að fara með Eirík (bróðir Ollu) til Reykjavíkur á spítala því að hann hafði meidd sig. Hann hafði sett höndina í gengum rúðu og skorið sig ílla. Hann var síðan einhverja tíma í aðgerð til að laga þetta. Ástæða þetta að þetta gerist var sú að hann var að elta stráka sem voru að stríða honum. Þeir halda hurð sem hann hleypur á og ætlar að ýta upp með höndin en höndin fer í gegnum rúðuna. Eftir því sem ég veit best þá hafa ekki verið neinn eftirmál af þessu. Mér skildist í dag að ekki hefði verið hringt í foreldra drengjanna sem voru að stríða Eiríki.
Er þetta ekki orðið ágæt í bili. Ætla reyndar að gefa í þessa söfnun þá að ég sé á móti því mér finnst að þeir peningar sem ég gef myndu nýttast betur einhvers staðar annars staðar þar sem eru ekki allir að gefa til eins og til að mynda í Afríku. Fyrst ég gat keypt mér skó og ný jakkaföt þá finnst mér ekki annað hægt en að gefa í þetta þó að ég sé á móti því og finnist ég ekki hafa efni á því.

Spurning dagsins.
Bara eitthvað úr pistlinum.