Hugleiðingar
Ég er alveg tómur núna, dettur bara ekkert í hug þegar maður er sestur við tölvuna og ætlar að fara að skrifa. Það sem hefur gerst síðan ég skrifaði síðast er að við fórum til Reykjavíkur með hringana í hreinsun og í mátun á fötunum fyrir brúðkaupið. Ég þarf að fara í lokamátun á fimmtudaginn þegar ég næ í fötin mín en Ollu eiga að vera tilbúin. Svo þarf ég að kaupa morgungjöf. Búin að fá allt annað nema brúðartertuna. Veit ekki hvað ég get sagt ykkur um brúðkaupið svo við látum þetta duga.
Heilsufarsfréttir:
Olla er með einhverja kvefpest en ég er orðinn nokkuð góður. Ég myndi fara í salinn á morgun en mamma verður ekki heima svo ég fæ ekki pössun fyrir Arndísi.
Ég hef mikið verið að velta fyrir mér uppbyggingu á okkar blessaða ferjubakkavegi þessa síðustu daga. Ef ég mætti ráða þá myndi ég brjóta niður klettana eða holtin hjá Ölvaldsstöðum og nota það til að byggja upp veginn. Þá eru nokkrar spurningar sem þarf að svara og þær eru. Má brjóta þau niður sökum
sögu staðarins? Það veit ég hreint lega ekki en held að það sleppi. Er ódýrara að fá efni einhvers annars staðar? Þeir segja að það sé ekki neitt efni nema hinum megin við á. Ef það þarf að keyra öllu efninu þaðan þá eru það ekki nema 2-3 klukkutíma í staðinn fyrir helmingi fleiri. Mín skoðun er sú að mulingurinn er besta efnið í undirlag og það er á staðnum en það þarf að vinna það sem ég veit ekki hvað kostar. Á móti kemur að þá ertu kominn með betra efni og mikið minni keyrslu sem hlýtur það hafa eitthvað að segja. Magnið sem þarf er dálítið mikið eða eins og ég sé það fyrir mér. Uppbygging á 7 km sem er allur hringurinn, breidd 5,2m og hæð 40cm. Það gera eitthvað um 10000 rúmmetra. Það kostar helvítis helling en þetta er það sem þarf að gera og annað er því miður eitthvað sem virkar bara tímabundið og er þá ekki best að gera strax það sem virkar.
Ég er alveg tómur núna, dettur bara ekkert í hug þegar maður er sestur við tölvuna og ætlar að fara að skrifa. Það sem hefur gerst síðan ég skrifaði síðast er að við fórum til Reykjavíkur með hringana í hreinsun og í mátun á fötunum fyrir brúðkaupið. Ég þarf að fara í lokamátun á fimmtudaginn þegar ég næ í fötin mín en Ollu eiga að vera tilbúin. Svo þarf ég að kaupa morgungjöf. Búin að fá allt annað nema brúðartertuna. Veit ekki hvað ég get sagt ykkur um brúðkaupið svo við látum þetta duga.
Heilsufarsfréttir:
Olla er með einhverja kvefpest en ég er orðinn nokkuð góður. Ég myndi fara í salinn á morgun en mamma verður ekki heima svo ég fæ ekki pössun fyrir Arndísi.
Ég hef mikið verið að velta fyrir mér uppbyggingu á okkar blessaða ferjubakkavegi þessa síðustu daga. Ef ég mætti ráða þá myndi ég brjóta niður klettana eða holtin hjá Ölvaldsstöðum og nota það til að byggja upp veginn. Þá eru nokkrar spurningar sem þarf að svara og þær eru. Má brjóta þau niður sökum
sögu staðarins? Það veit ég hreint lega ekki en held að það sleppi. Er ódýrara að fá efni einhvers annars staðar? Þeir segja að það sé ekki neitt efni nema hinum megin við á. Ef það þarf að keyra öllu efninu þaðan þá eru það ekki nema 2-3 klukkutíma í staðinn fyrir helmingi fleiri. Mín skoðun er sú að mulingurinn er besta efnið í undirlag og það er á staðnum en það þarf að vinna það sem ég veit ekki hvað kostar. Á móti kemur að þá ertu kominn með betra efni og mikið minni keyrslu sem hlýtur það hafa eitthvað að segja. Magnið sem þarf er dálítið mikið eða eins og ég sé það fyrir mér. Uppbygging á 7 km sem er allur hringurinn, breidd 5,2m og hæð 40cm. Það gera eitthvað um 10000 rúmmetra. Það kostar helvítis helling en þetta er það sem þarf að gera og annað er því miður eitthvað sem virkar bara tímabundið og er þá ekki best að gera strax það sem virkar.