Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

laugardagur, febrúar 26, 2005

Hveitibrauðsdagarnir
Við eigum vikubrúðkaupsafmæli í dag. Það var gaman að vera giftur þangað til á þriðjudaginn en þá fór ég í hálskirtlatöku. Það var í sjálfu sér ekki svo slæmt en einhvern veginn er geðheilsa mín ekki eins og best er á kostið. Mig langar ekki mikið að umgangast fólk því þá þarf ég að tala sem er ekkert voða gott þegar maður er með sár í hálsinum. En þetta er samt ekki alslæmt því ég er ekki með ógleði eins og fylgir þessu oft og er ekki með verki heldur bara óþægindi en það að fá ekki gera neitt er oft hundfúlt. Hvað skal segja fleira? Á morgun á að skíra dóttir systir minnar og líklega verður maður bara að sjá til hvort maður fer en læknirinn sagði að ég mætti ekkert fara út í viku en sjáum til að morgun. Eftir að maður er búinn að jafna sig á þessu verður maður að bretta vel upp ermar og spýta duglega í lófanna ef maður á að geta komið öllu í verk sem maður þarf að gera. Nú fer að koma að þeim tíma sem er mest að gera og það væri rosalega gott ef maður getur lyft eitthvað til að reyna þyngja sig en held að ég þurfi að byrja aftur á núlli því að það er búið að ganga á ýmsu síðan ég var að lyfta síðast. Látum þetta duga núna.