Þokkalega maður!
Já það er gaman að búa á Íslandi núna. Afhverju, jú Iron maiden er að fara að spila í Egilshöll í sumar. Síðasta sumar var það Metallica og nú verður það Iron Maiden. Við fórum í fyrra og get ég ekki sagt að það hafi verið mjög gaman en hefið samt ekki viljað missa af því. Held að Iron Maiden sé líka skemmtilegri á tónleikum heldur en Metallica en það verður bara að koma í ljós hvort þetta verður betra. Ég bara vona að menn hafi lært að það borgar sig ekki að hafa slökkt á loftræsikerfinu með 30000 manns í höllinni. Það væri kannski í lagi að slökkva þegar sjóið byrjar. Það var líka ALLT OF langur tími sem það var ekkert að gerast á sviðinu sem menn voru bara að bíða eftir að næsta hljómsveit (Metallica) kæmi á sviðið. Það að svita getur verið góð skemmtun en ekki með því að standa og bíða eftir einhverju.
Hef svo sem ekki mikið annað að segja núna nema hvað ég fór með Binna í leikskólann áðan sem telst ekki til stórtíðinda nema hvað það voru 11 krakkar veikir á deildinni hans Binna. Það er ca helmingur af þeirri deild. Alltaf verð ég jafn pirraður þegar ég keyri okkar vonda veg (moldarslóða) en það er spurning hvað maður á að gera til að fá eitthvað gert í málinu? Þeir (vegagerðin) sem maður talar við hjá vegagerðinni eru svo sem allir af vilja gerðir og segja að hann (vegurinn) sé þeim ofarlega í hug og bla bla en ekkert gerist. Kannski maður ætti bara að neita að nota veginn en líklega er þeim alveg sama þó að maður noti bara bát í staðinn. Kannski ég ætti að kíkja út núna því að við förum í foreldraviðtal á eftir.
Spurning dagsins
Kemur þú með á tónleika í sumar?
Já það er gaman að búa á Íslandi núna. Afhverju, jú Iron maiden er að fara að spila í Egilshöll í sumar. Síðasta sumar var það Metallica og nú verður það Iron Maiden. Við fórum í fyrra og get ég ekki sagt að það hafi verið mjög gaman en hefið samt ekki viljað missa af því. Held að Iron Maiden sé líka skemmtilegri á tónleikum heldur en Metallica en það verður bara að koma í ljós hvort þetta verður betra. Ég bara vona að menn hafi lært að það borgar sig ekki að hafa slökkt á loftræsikerfinu með 30000 manns í höllinni. Það væri kannski í lagi að slökkva þegar sjóið byrjar. Það var líka ALLT OF langur tími sem það var ekkert að gerast á sviðinu sem menn voru bara að bíða eftir að næsta hljómsveit (Metallica) kæmi á sviðið. Það að svita getur verið góð skemmtun en ekki með því að standa og bíða eftir einhverju.
Hef svo sem ekki mikið annað að segja núna nema hvað ég fór með Binna í leikskólann áðan sem telst ekki til stórtíðinda nema hvað það voru 11 krakkar veikir á deildinni hans Binna. Það er ca helmingur af þeirri deild. Alltaf verð ég jafn pirraður þegar ég keyri okkar vonda veg (moldarslóða) en það er spurning hvað maður á að gera til að fá eitthvað gert í málinu? Þeir (vegagerðin) sem maður talar við hjá vegagerðinni eru svo sem allir af vilja gerðir og segja að hann (vegurinn) sé þeim ofarlega í hug og bla bla en ekkert gerist. Kannski maður ætti bara að neita að nota veginn en líklega er þeim alveg sama þó að maður noti bara bát í staðinn. Kannski ég ætti að kíkja út núna því að við förum í foreldraviðtal á eftir.
Spurning dagsins
Kemur þú með á tónleika í sumar?