Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

laugardagur, maí 14, 2005

Leiðindi....

Já ég er ein heima, leiðist alveg óskaplega þó svo það séu ekki nema sirka tvær mínútur síðan Sveinn fór með krakka í heimsókn upp að Borgum. Ég vorkenni mér alveg óskaplega og finnst ástin til mín vera takmörkuð (þó svo ég viti að það er helbert kjaftæði). Bara svo auðvelt að leggjast í sjálfsvorkun þegar maður má ekkert gera, var samt að hugsa hvort ég ætti ekki bara að freistast til að taka svoldið til, veit vel að ég verð lítið skömmuð fyrir það þó svo ég eigi að heita rúmliggjandi, spurning afhverju það sé ;o).

Annars er sauðburði lokið, við ukum rollukyn okkar um 120% sem er nokkuð gott miðað við að flest var þetta gemlingar að bera. Ég hef nú ekki séð þetta allt saman, alla vega ekki þau nýustu en þar sem þetta var sami hrúturinn á allan hópinn þá voru lömbin öll botnótt fyrir utan tvo hrúta sem voru alhvítir og bera þeir nöfnin Hvítur og Litli Jón. Annars eru nöfnin fjölbreytt hjá okkur, það er ein Botna, ein Svana, ein Ella, ein Rósa og svo eitthvað fleira, Binni er duglegastur í nafngiftunum.

Ætti að vera ógurlega málefnaleg og tala um þjóðmálin og pólitík en nenni því ekki núna enda leiðinleg sú tík er kent er við póli. Læt þetta þá bara duga í bili og bið að heilsa öllum.

Lifið heil