Bíó-smíó!
Já fórum í bíó áðan með frumburðinn, fórum að sjálfsögðu að sjá Madagasgar. Mæli alveg hiklaust með henni, mjög findin og skemmtileg. En svona ferð er ekki ókeypis fórum reyndar að borða fyrst á Mcdonalds og fengum okkur nammi og popp í bíó en ferðin nálgaðist nú samt 6. þús. kallinn þegar allt var tekið til, en sjáum alls ekki eftir því.
Þegar ég sat í kringlunni í morgun (fórum í kringlubíó) og horfði á alla foreldrana með "óðu" krakkana sína, og alla krakkana með "óðu" foreldra sína, gat ég ekki varist að hugsa hversu mikið brjálæði þetta væri. Þvílíkt áreiti bæði fyrir foreldri og barn og verður þetta þá einhver stund sem verður að minningu? Fyrir minn pjakk er þetta þvílíkt upplyfelsi því hann er ekki vanur svona, og meðan hann borðaði hamborgarann sinn þá starði hann í kringum sig á alla dýrðina. Allt var þetta svo stórt og mikið að hans sögn. Kannski líka ekki á hverjum degi sem hann fær alla athygli beggja foreldra sinna og í þokkabót næstum eins mikið af nammi og gosi eins og hann getur í sig látið ;). En mikið ofsalega var hann nú uppgefinn og feginn á að komast í rólegheitin í sveitinni á eftir.
Fór að spá eftir umræðu sem ég las á www.barnalandi.is um Dalsmynni, hundaræktunarbýlið, hversu langt mikið af fólki í dag er komið frá náttúrunni. Þar var verið að ræða um hversu ógeðfellt þetta býli þótti vegna þess að þetta væri bara hvolpaframleiðsla. Já og só, hugsaði ég, er það eitthvað öðruvísi en nautgripaframleiðsla eða lambakjötsframleiðsla? Vissulega er verið að rækta þarna dýr sem eiga þjóna þeim tilgangi að vera gæludýr en ekki matur, en mér er sama þetta er býli sem sérhæfir sig í framleiðslu á hundum og hvað með það??? Þarna var meðal annars gagnrýnt að tíkurnar væru látnar vera með hundi í hvert skipti sem þær voru á lóðaríi, og ég hugsaði aftur, er það ekki gangur náttúrunar? Hér í sveitinni látum við sæða beljurnar þegar þær eru yxna, reyndar eru þær venjulega ekki sæddar í fyrsta yxni eftir kálf heldur settar í geldstöðu í einn "tíðarhring". Við hleypum til rollunum okkar þegar þær eru blæsma og við einungis höldum þessi dýr til að lifa á þeim. Okkur finnst ekkert að þessu, en þetta má náttúrulega ekki við greyið gæludýrin?!
Líka var gagnrýnt að það hefðu oftar komið gallaðir hundar frá Dalsmynni (þ.e. hundar sem hafa einhverja veiki). Mér finnst það bara ofur eðlilegt. Ég meina þetta er framleiðsla á hundum og það eru tiltökulega fáir til af svona hreinræktuðum hundum á landinu og því er óhjákvæmilegt að skyldleikaræktun sé einhver, jafnvel mjög mikil í sumum tilfellum. Auðvita er mun minna um galla í heimaræktun þar sem er kannski bara verið að rækta undan einni tík og hún látin gjóta jafnvel bara einu sinni á ári eða sjaldnar. Mér finnst þetta bara dæmi um hversu langt við erum komin frá náttúrunni og tilgang þess að halda skepnur. Sumar skepnur eru til að vera í kjötframleiðslu aðrar í mjólkurframleiðslu, aðrar í feldframleiðslu og svo sumar til að framleiða gæludýr.
Eflaust eru margir ósammála mér, en bóndinn í mér leyfir ekki að við hygglum einni tegund framm yfir aðra bara af því að hún er að framleiða gæludýr en ekki mat. Fyrir mér er þetta bara búskapur, svona er lífið.
Við erum jafnvel orðin svo firrt að börnin okkar fá ekki lengur að sjá foreldra sína nakta, hvað þá að vita hvernig börnin verða til eða hvernig maturinn berst á diskinn hjá þeim. En þau fá að leika sér í tölvuleikjum sem sýna (og oft á tíðum þarf barnið að stjórna) hvernig fólk er skotið og slátrað og myrt. Krakkar venjast við að munda byssur í skotleikjum og finnst þetta raunverulegt. Bara cool að skjóta kall í tölvunni, af hverju ekki að prófa það í alvöru, hlýtur að vera jafn cool?
Við foreldrar verðum að fara hugsa okkar gang, við erum að skapa næstu kynslóðir!!
Lifið heil
Já fórum í bíó áðan með frumburðinn, fórum að sjálfsögðu að sjá Madagasgar. Mæli alveg hiklaust með henni, mjög findin og skemmtileg. En svona ferð er ekki ókeypis fórum reyndar að borða fyrst á Mcdonalds og fengum okkur nammi og popp í bíó en ferðin nálgaðist nú samt 6. þús. kallinn þegar allt var tekið til, en sjáum alls ekki eftir því.
Þegar ég sat í kringlunni í morgun (fórum í kringlubíó) og horfði á alla foreldrana með "óðu" krakkana sína, og alla krakkana með "óðu" foreldra sína, gat ég ekki varist að hugsa hversu mikið brjálæði þetta væri. Þvílíkt áreiti bæði fyrir foreldri og barn og verður þetta þá einhver stund sem verður að minningu? Fyrir minn pjakk er þetta þvílíkt upplyfelsi því hann er ekki vanur svona, og meðan hann borðaði hamborgarann sinn þá starði hann í kringum sig á alla dýrðina. Allt var þetta svo stórt og mikið að hans sögn. Kannski líka ekki á hverjum degi sem hann fær alla athygli beggja foreldra sinna og í þokkabót næstum eins mikið af nammi og gosi eins og hann getur í sig látið ;). En mikið ofsalega var hann nú uppgefinn og feginn á að komast í rólegheitin í sveitinni á eftir.
Fór að spá eftir umræðu sem ég las á www.barnalandi.is um Dalsmynni, hundaræktunarbýlið, hversu langt mikið af fólki í dag er komið frá náttúrunni. Þar var verið að ræða um hversu ógeðfellt þetta býli þótti vegna þess að þetta væri bara hvolpaframleiðsla. Já og só, hugsaði ég, er það eitthvað öðruvísi en nautgripaframleiðsla eða lambakjötsframleiðsla? Vissulega er verið að rækta þarna dýr sem eiga þjóna þeim tilgangi að vera gæludýr en ekki matur, en mér er sama þetta er býli sem sérhæfir sig í framleiðslu á hundum og hvað með það??? Þarna var meðal annars gagnrýnt að tíkurnar væru látnar vera með hundi í hvert skipti sem þær voru á lóðaríi, og ég hugsaði aftur, er það ekki gangur náttúrunar? Hér í sveitinni látum við sæða beljurnar þegar þær eru yxna, reyndar eru þær venjulega ekki sæddar í fyrsta yxni eftir kálf heldur settar í geldstöðu í einn "tíðarhring". Við hleypum til rollunum okkar þegar þær eru blæsma og við einungis höldum þessi dýr til að lifa á þeim. Okkur finnst ekkert að þessu, en þetta má náttúrulega ekki við greyið gæludýrin?!
Líka var gagnrýnt að það hefðu oftar komið gallaðir hundar frá Dalsmynni (þ.e. hundar sem hafa einhverja veiki). Mér finnst það bara ofur eðlilegt. Ég meina þetta er framleiðsla á hundum og það eru tiltökulega fáir til af svona hreinræktuðum hundum á landinu og því er óhjákvæmilegt að skyldleikaræktun sé einhver, jafnvel mjög mikil í sumum tilfellum. Auðvita er mun minna um galla í heimaræktun þar sem er kannski bara verið að rækta undan einni tík og hún látin gjóta jafnvel bara einu sinni á ári eða sjaldnar. Mér finnst þetta bara dæmi um hversu langt við erum komin frá náttúrunni og tilgang þess að halda skepnur. Sumar skepnur eru til að vera í kjötframleiðslu aðrar í mjólkurframleiðslu, aðrar í feldframleiðslu og svo sumar til að framleiða gæludýr.
Eflaust eru margir ósammála mér, en bóndinn í mér leyfir ekki að við hygglum einni tegund framm yfir aðra bara af því að hún er að framleiða gæludýr en ekki mat. Fyrir mér er þetta bara búskapur, svona er lífið.
Við erum jafnvel orðin svo firrt að börnin okkar fá ekki lengur að sjá foreldra sína nakta, hvað þá að vita hvernig börnin verða til eða hvernig maturinn berst á diskinn hjá þeim. En þau fá að leika sér í tölvuleikjum sem sýna (og oft á tíðum þarf barnið að stjórna) hvernig fólk er skotið og slátrað og myrt. Krakkar venjast við að munda byssur í skotleikjum og finnst þetta raunverulegt. Bara cool að skjóta kall í tölvunni, af hverju ekki að prófa það í alvöru, hlýtur að vera jafn cool?
Við foreldrar verðum að fara hugsa okkar gang, við erum að skapa næstu kynslóðir!!
Lifið heil