Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

fimmtudagur, janúar 19, 2006

Foreldrar í dag

Rakst á athyglisvert lesendabréf í Skessuhorni. Þar var verið að tala um að fólk eldra en 30 ætti að vera dautt! (Reyndar er ég ekki nema 25 en þessi raunveruleiki var nú samt minn) Jú og afhverju? Vegna þess að við hjóluðum um allt án hjálma, við vorum allan liðlanga daginn úti í leikjum. Við fórum í fjörurnar og létum öldurnar elta okkur eða fórum og grófum upp skeljar. Við fórum í saltabrauð, kisskiss og fara, feluleiki, eltingaleiki, stórfiskaleiki, Dimmalimm, byggðum okkur kassabíla og fórum í rússibanaferðir (bara til þess eins að fatta að við gleymdum bremsunum) við hjóluðum allar okkar ferðir eða hlupum (því engum datt í hug að keyra okkur). Við fórum í berjamó, og nestisferðir og ævintýraferðir um ókönnuð svæði (í okkar huga að minnstakosti) við lékum okkur í fótbollta, kíló, yfir, brennó og handbollta. Við renndum okkur á hjólaskautum og brettum, við húlluðum með húllahringjum. Við lentum í stríði við krakka úr öðrum hverfum og fórum í bardaga og sumir komu heim einni tönn fátækari eða með gat á hausnum eingum datt þó í hug að kæra, þetta var bara slys, engum að kenna nema okkur sjálfum. Við duttum, við hrufluðum okkur, við jafnvel beinbrotnuðum en mikið rosalega var þetta gaman.

Við máttum bara vera inni að leika þegar það var vont veður. Við þurftum þá að spyrja og segja "plís, plís og gerð'þa,gerð'þa, gerð'þa" hundrað sinnum til að fá að bjóða vinum inn því vont veður var mjög tegjanlegt hugtak og engin sem gat skorið út um það hvort veðrið væri virkilega vont nema mamma. Og ef Steinka á móti var í kaffi gátum við gleymti því, bara að klæða sig í pollagallann og út. Þá mátti alltaf reyna hjá næsta.

Það var aldrei hægt að ná í okkur því engvir voru gemsarnir (nema í sveitinni á haustin) og það mátti sko ekki hringja til að gá hvort hinn eða þessi væri heima, bara gjör'svo'vel að hlaupa og gá að því, það var ekkert verið að hringja að óþörfu. Samt skiluðum við okkur alltaf á matartímum, því ef við gerðum það ekki gátum við kisst það bless að fá að fara út eftir mat!

En spáið í þessu, krakkarnir okkar eru ekki svona aktíf. Af hverju leyfum við foreldrar að láta framleiðendur út í heimi eyðileggja börnin okkar. Því erum við að kaupa DVD, tölvur og annað slíkt fyrir krakkana? Til þess að þau geti leikið sér inni í því í vondu veðri? Nei það virðist ekki vera raunin. Því kaupum við gemsa handa krökkunum hvað varð um að hlaupa bara og gá hvort Jói væri heima? Mér finnst að við ættum að stoppa þetta brjálæði við erum að búa til aumingja úr börnunum okkar. Ef þessu ekki linnir hvernig verður þá heilbrigðismálin eftir 20 ár?

Og maturinn sem við erum að setja ofan í, ekki bara okkur heldur börnin okkar líka. Þetta miðast allt við það að það taki okkur 5 mínútur að elda og svo er þetta fullt af allskonar ógeði ekki bara sykri, heldur MSG, litarefnum, fylliefnum, bragðefnum og svona mætti lengi telja. Það væri fróðlegt að sjá fullorðin einstakling sem hefur eytt bróður part æsku sinnar við tölvu og sjónvarp og borðað matvæli sem dræpi hundinn þinn á nokkrum vikum. Hversu virkur verður sá þjóðfélagsþegn? Spáið í það!
Lifið heil