Veikindi og atvinnuleysi. (Sveinn betri helmingur (konan veik))
Hér eru næstum allir veikir. Palli er búinn að vera veikur í að verða viku held ég. Það er gröftur í augunum á honum og lekur úr nefinu á honum og er stundum óþekkur við að drekka. Binni hefur verið svona hálflasinn með kvef eða eitthvað svoleiðis. Núna liggur Olla uppí rúmi með hausverk, beinverki og óglatt. Okkur Arndísi líður nokkuð vel, reyndar líður Binna það vel að hann var að suða um að fá að fara út. Ég labbaði niður á sand í morgun til að skoða sandtökuna. Það er svo sem lítið um það að segja með það er kominn mjög stór haugur af sandi sem þeir eru búnir að keyra upp að landi.
Þá er búið að segja frá veikindum og þá er það atvinnuleysið. Verkið sem ég var ráðinn í kláraðist í gær svo Óli hafði ekkert handa mér að gera. Ég er búinn að fá vinnu hér heima ef ég vil og er það að mörgu leiti gott því þá getur maður farið að undirbúa sig fyrir breytingar og hjálpa þeim að flytja. Gallinn er sá að ég lækka eitthvað í launum en það reddast. Við erum búinn að fá samþykki fyrir láni þó að við séum miðað við fölskyldustærð og tekjur 27000 kr í mínus á mánuði þegar lánið bætist við. Líklega sér bankinn tækifæri til að eignast húsið og landið sem það stendur á en við skulum sjá til með hver er að platta hvern. Á ég að segja eitthvað fleira núna? Nei held ekki, bless í bili.
Lifið í lukku en ekki í krukku.
Sveinn á leið í fæðingarorlof (hjá karlmönnum húsbreytingarorlof)
Hér eru næstum allir veikir. Palli er búinn að vera veikur í að verða viku held ég. Það er gröftur í augunum á honum og lekur úr nefinu á honum og er stundum óþekkur við að drekka. Binni hefur verið svona hálflasinn með kvef eða eitthvað svoleiðis. Núna liggur Olla uppí rúmi með hausverk, beinverki og óglatt. Okkur Arndísi líður nokkuð vel, reyndar líður Binna það vel að hann var að suða um að fá að fara út. Ég labbaði niður á sand í morgun til að skoða sandtökuna. Það er svo sem lítið um það að segja með það er kominn mjög stór haugur af sandi sem þeir eru búnir að keyra upp að landi.
Þá er búið að segja frá veikindum og þá er það atvinnuleysið. Verkið sem ég var ráðinn í kláraðist í gær svo Óli hafði ekkert handa mér að gera. Ég er búinn að fá vinnu hér heima ef ég vil og er það að mörgu leiti gott því þá getur maður farið að undirbúa sig fyrir breytingar og hjálpa þeim að flytja. Gallinn er sá að ég lækka eitthvað í launum en það reddast. Við erum búinn að fá samþykki fyrir láni þó að við séum miðað við fölskyldustærð og tekjur 27000 kr í mínus á mánuði þegar lánið bætist við. Líklega sér bankinn tækifæri til að eignast húsið og landið sem það stendur á en við skulum sjá til með hver er að platta hvern. Á ég að segja eitthvað fleira núna? Nei held ekki, bless í bili.
Lifið í lukku en ekki í krukku.
Sveinn á leið í fæðingarorlof (hjá karlmönnum húsbreytingarorlof)