Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

sunnudagur, desember 03, 2006

Þrældómur?
Sveinn ritar
Ég var að velta því fyrir mér þegar ég var að labba í fjárhúsin áðan hvort maður væri þræll sjálfs síns! Ef einhver les þetta þá spyr viðkomandi sig hvað ég á við. Þeir sem lesa þetta vita líklega að við skötuhjú höfum verið að gera upp okkar nýja gamla hús. Allur okkar tími hefur farið í þetta hús síðan í febrúar og er efri hæðin að verða búinn yfir utan langan lista af smáatriðum sem get svo sem beðið. Einhvern veginn endar það svo að oft finnst manni að maður þurfi að gera eitthvað í staðinn fyrir að gera eitthvað með fjölskyldu sinni eða bara fyrir sjálfan sig. Þetta er svolítið bjánalegt en svona er þetta samt.

Rollubúskapurinn er farinn að komast á gott skrið. Það er langt komið að koma öllu í rétt horf. Þegar fengitíma er lokið þá ætlum við að kaupa okkur gjafagrind og fara gefa þeim úti.