Ekki er það einleikið....
Nei ekki er þessi veikindafaraldur einleikin. Nú erum við öll fjölskyldan lögst í bælið með flensuógeð. Sveinn veiktist á mánudag druslaðist samt í vinnuna á þriðjudag en hefur verið heima síðan. Ég byrjaði að finna til einhverja óþæginda á þriðjudagskvöldið og versnaði mér smá saman síðan og var verst í gærkvöldi með mikin hita og höfuð og beinverki. Arndís ældi á miðvikudagsmorgun og virtist hún vera að fá hita í morgun. Binni var veikur í síðustu viku en fór í skólann á mánudag en tók ég hann með mér heim á þriðjudagsmorgun eftir foreldrasýninguna og var hann þá aftur að fá hita. Palli veiktist svo í gær og er með hor, hósta og hita. Ekki beisið ástandið á mannskapnum.
Menningarfélagsfundur var á þriðjudag og var ég kosin formaður, Anna Dröfn í Kvíaholti ritari og Eva Rós í Ráðagerði gjaldkeri, enda voru það bara við sem mættum það voru veikindi alls staðar annars staðar. Sigrún var kosin varaformaður í fjarveru sinni. Mér lýst rosalega vel á þetta hjá okkur margar góðar og skemmtilegar hugmyndir sem koma fram í góðum félagsskap kvenna. Nú erum við búnar að stofna blogg þar sem við ætlum að hafa hugmyndabanka og koma með fréttir úr starfinu þar inn, Anna Dröfn snilli setti það saman fyrir okkur. Einnig erum við komnar með eigin vefpóstfang sem er hreppskonur@gmail.com og heimasíðan er hreppskonur.blogspot.com. Mjög skemmtilegt allt saman. Sveinn er komin á fullt í körfuboltanum og segist ekkert finna fyrir því að hann sé að renna í þriðja tuginn (sem ég trúi varla). Binni var fruma á foreldrasýningunni á þriðjudaginn, sem fjallaði um líkamann og sagði "vitið þið að í líkamanum eru margar gerðir fruma sem vinna ólík störf" svo fékk hann að taka með sér heim bókina sem hann vann í sambandi við líkamann og var hún mjög skemmtileg.
Svo erum við mæðgur að fara af stað í Lifandi landbúnaði með námskeiðin núna á vorönninni, vonandi verða sem flestar konur með enda einstaklega skemmtileg námskeið í boði núna. Það er líka bara svo skemmtilegt að vera í góðra kvenna hópi og fræðast af hvor annarri og saman, bara ómetanlegt.
Jæja þetta dugir ekki lengur þarf að fara að snýta nef og dæla stílum litla bossa svo þar til næst....
Lifið heil
Nei ekki er þessi veikindafaraldur einleikin. Nú erum við öll fjölskyldan lögst í bælið með flensuógeð. Sveinn veiktist á mánudag druslaðist samt í vinnuna á þriðjudag en hefur verið heima síðan. Ég byrjaði að finna til einhverja óþæginda á þriðjudagskvöldið og versnaði mér smá saman síðan og var verst í gærkvöldi með mikin hita og höfuð og beinverki. Arndís ældi á miðvikudagsmorgun og virtist hún vera að fá hita í morgun. Binni var veikur í síðustu viku en fór í skólann á mánudag en tók ég hann með mér heim á þriðjudagsmorgun eftir foreldrasýninguna og var hann þá aftur að fá hita. Palli veiktist svo í gær og er með hor, hósta og hita. Ekki beisið ástandið á mannskapnum.
Menningarfélagsfundur var á þriðjudag og var ég kosin formaður, Anna Dröfn í Kvíaholti ritari og Eva Rós í Ráðagerði gjaldkeri, enda voru það bara við sem mættum það voru veikindi alls staðar annars staðar. Sigrún var kosin varaformaður í fjarveru sinni. Mér lýst rosalega vel á þetta hjá okkur margar góðar og skemmtilegar hugmyndir sem koma fram í góðum félagsskap kvenna. Nú erum við búnar að stofna blogg þar sem við ætlum að hafa hugmyndabanka og koma með fréttir úr starfinu þar inn, Anna Dröfn snilli setti það saman fyrir okkur. Einnig erum við komnar með eigin vefpóstfang sem er hreppskonur@gmail.com og heimasíðan er hreppskonur.blogspot.com. Mjög skemmtilegt allt saman. Sveinn er komin á fullt í körfuboltanum og segist ekkert finna fyrir því að hann sé að renna í þriðja tuginn (sem ég trúi varla). Binni var fruma á foreldrasýningunni á þriðjudaginn, sem fjallaði um líkamann og sagði "vitið þið að í líkamanum eru margar gerðir fruma sem vinna ólík störf" svo fékk hann að taka með sér heim bókina sem hann vann í sambandi við líkamann og var hún mjög skemmtileg.
Svo erum við mæðgur að fara af stað í Lifandi landbúnaði með námskeiðin núna á vorönninni, vonandi verða sem flestar konur með enda einstaklega skemmtileg námskeið í boði núna. Það er líka bara svo skemmtilegt að vera í góðra kvenna hópi og fræðast af hvor annarri og saman, bara ómetanlegt.
Jæja þetta dugir ekki lengur þarf að fara að snýta nef og dæla stílum litla bossa svo þar til næst....
Lifið heil