Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

mánudagur, febrúar 12, 2007

Meira af veikindum og utanlandsferð....

Já eitthvað vildu þessi veikindi ekki fara af mér og endaði ég upp á Borgarspítala í ítarlegt höfuð og heilatjékk, og já gott fólk heilinn í mér fannst!! Var hald manna að þar hafi blætt eitthvað eða æxli hafi hreiðrað um sig en sem betur fer fanst ekkert sem ekki átti að vera þar. Var ég send heim með þau skilaboð að hvílast því sennilega væri um mígrinni og ofþreytu að ræða og var lögð sérstök áhersla á það að ég ætti að hætta að drekka brennivín og vera í partíum fram eftir nóttu.... úff það á eftir að vera erfitt :).

Ákváð Sveinn upp úr þessu að halda upp á þrítugsafmælið sitt út á KANARÍ og fæ ég að koma með !!! Þannig við fljúgum út þann 10 og komum heim 17. So folks þeir sem áttu von á góðu partýi 12 apríl á Ferjubakka verða fyrir vonbrigðum en auðvitað eru allir velkomnir að hitta okkur á ströndinni á Kanarí Sveinn blæðir jafnvel einum bjór á línuna :).

Annað er svo sem bara gott. Sveinn hefur farið mikin í fjárhúsunum og er nú gjafavagninn komin í gagnið í báðum krónum og nú er maður bara örskotstund að gefa. Öss maður verður bara latur á þessu dekri í kallinum ;). Reyndar er ég ekki hrifin að vatnsmálunum þarna útfrá en maður verður víst að sníða stakk eftir vexti þegar maður er í húsum sem eru 70 ára gömul og ekkert verið uppfært í þeim í öll þessi 70 ár. Náttúrulega draumurinn að byggja en það verður ekki næstu 5 árin. Annars var ég nú eginlega hrifnari af því að vera með 10 en að vera 65 því ég var miklu nánari þessum 10 skjátum mínum en þessum nýju, en það er nú að koma, ég er að gefa þeim nöfn svona smátt og smátt og reyna að spjalla aðeins við þær og eru þær að verða spakari, ég er alla vega farin að geta labbað fyrir aftan þær í krónni.

Annað er nú bara ekki fréttnæmt, so that's all folks
Lifið heil