Dugnaður, smugnaður...
Já já, við Sigrún erum ógurlega duglegar (að okkur finnst í það minnsta)drifum okkur út með strákana fyrir klukkan níu í morgun og röltum út veg. Fórum svo til Dúnu í te og spjall. Sigrún og Ernir fóru svo heim en við Palli fórum í fjárhúsin að loknum nokkrum símtölum hjá mömmunni sem er gróin við símann þessa daganna, getur ekki einu sinni farið í fjárhúsin nema að taka gemsann með, þar gáfum við og settum hestanna austur fyrir. Við Sigrún ætlum að fara aftur í fyrramálið ef veður leyfir.
Við mæðgur erum svo á fullu í Lifandi Landbúnaði og eru námskeiðin komin af stað þó svo námsefnið láti standa á sér. Á morgun fáum við hana Guðrúnu Bergman til að halda fyrirlestur um það hvernig hún byrjaði í sínum rekstri og er það mjög spennandi. Eftir viku kemur svo Árni Jósteinsson fróðleiksbrunnur og ætlar að ausa af visku sinni til okkar kvenna. Höldum við mæðgur utan um skipulagningu námskeiðanna og eru það ófáir tölvupóstarnir sem hafa farið okkar á milli og útum allt hérað. Þetta er nú svolítil vinna en vonandi fáum við erfiðið borgað í visku og skemmtun að hitta héraðs konur og ræða um það sem við höfum áhuga á.
Arndís er komin á einhverja gelgju og hefur gífurlega gaman af að stríða bræðrum sínum og brúka munn við foreldra sína og sjá hvað hún kemst langt í sjálfstæðisyfirlýsingum. Pabbinn á nú soldið erfitt með að aga litlu stelpuna sína og hún kemst ansi langt á sætleikanum, en mamman er þver og þrjósk rétt eins og barnið svo hún kemst nú ekki langt með hana. Binninn er að standa sig ofsalega vel í skólanum og eru allir kennararnir hans mjög ánægðir með hann, og erum við foreldrarnir að sjálfsögðu að rifna úr monti. Palli bætir við sig orði næstum á hverjum degi og er maður alltaf að skilja meira og meira hjá honum, svo er hann farinn að borða eins og herforingi og minkar það áhyggjur mömmunnar til mikilla muna.
Svo er núna TÆPUR mánuður þar til við förum út og erum við næstum farin að pakka niður við erum svo spennt. Það verður ekkert smá ljúft að komast í burtu í smá tíma og hlaða batteríin fyrir sauðburð og komandi annir á sumri. Erum enn að púsla pössuninni á börnunum en er þetta að smella hjá okkur núna. Binni ætlar nú alla leið til Akureyrar og vera hjá Margréti og Gísla í heila 3 daga, ætlar afinn hinu megin að keyra hann en hann verður þar á L.K. fundi á sama tíma. Svo verða Palli og Arndís til skiptis hinu megin og upp á Borgum.
Jæja það er ekki fleira að frétta í bili svo þar til næst...
Lifið heil
Við mæðgur erum svo á fullu í Lifandi Landbúnaði og eru námskeiðin komin af stað þó svo námsefnið láti standa á sér. Á morgun fáum við hana Guðrúnu Bergman til að halda fyrirlestur um það hvernig hún byrjaði í sínum rekstri og er það mjög spennandi. Eftir viku kemur svo Árni Jósteinsson fróðleiksbrunnur og ætlar að ausa af visku sinni til okkar kvenna. Höldum við mæðgur utan um skipulagningu námskeiðanna og eru það ófáir tölvupóstarnir sem hafa farið okkar á milli og útum allt hérað. Þetta er nú svolítil vinna en vonandi fáum við erfiðið borgað í visku og skemmtun að hitta héraðs konur og ræða um það sem við höfum áhuga á.
Arndís er komin á einhverja gelgju og hefur gífurlega gaman af að stríða bræðrum sínum og brúka munn við foreldra sína og sjá hvað hún kemst langt í sjálfstæðisyfirlýsingum. Pabbinn á nú soldið erfitt með að aga litlu stelpuna sína og hún kemst ansi langt á sætleikanum, en mamman er þver og þrjósk rétt eins og barnið svo hún kemst nú ekki langt með hana. Binninn er að standa sig ofsalega vel í skólanum og eru allir kennararnir hans mjög ánægðir með hann, og erum við foreldrarnir að sjálfsögðu að rifna úr monti. Palli bætir við sig orði næstum á hverjum degi og er maður alltaf að skilja meira og meira hjá honum, svo er hann farinn að borða eins og herforingi og minkar það áhyggjur mömmunnar til mikilla muna.
Svo er núna TÆPUR mánuður þar til við förum út og erum við næstum farin að pakka niður við erum svo spennt. Það verður ekkert smá ljúft að komast í burtu í smá tíma og hlaða batteríin fyrir sauðburð og komandi annir á sumri. Erum enn að púsla pössuninni á börnunum en er þetta að smella hjá okkur núna. Binni ætlar nú alla leið til Akureyrar og vera hjá Margréti og Gísla í heila 3 daga, ætlar afinn hinu megin að keyra hann en hann verður þar á L.K. fundi á sama tíma. Svo verða Palli og Arndís til skiptis hinu megin og upp á Borgum.
Jæja það er ekki fleira að frétta í bili svo þar til næst...
Lifið heil