Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

miðvikudagur, ágúst 29, 2007

Mér finnst rigningin góð...

Uppáhalds veðrið mitt þessa daganna, logn og rigning. Ég dreif mig í góðan göngutúr nú kvöld og rak skjáturnar mínar í heimahaganna en þeim finnst ógurlega gaman að skottast yfir til nágrannans og náði ég mér í kúsaft útí fjós á bakaleiðinni. Mér líður alltaf betur í svona veðri, verð einhvern veginn pínulítið betri manneskja, skola í burtu syndunum, tala við Guð minn og hugsa allt og ekki neitt. Rigningin er góð.

Erum farin að leggja netin og lætur veiðin ekki á sér standa veiðum bæði stórt og mikið og erum himin sæl með það. Sendum vonandi fyrsta skammt í reyk núna í næstu viku. Ættingjar og vinir njóta góðs af því og einnig við og skemmtunin er öll okkar.

Yngri og yngsta byrja í leikskólanum í næstu viku og get ég ekki beðið eftir því að fá morgnana í friði í allt sem þarf að gera bæði hér inni og úti, einnig hlakka þau mikið til að fá útrás og leika sér við aðra krakka.

Ég hvet alla til að drífa sig út í regnið og skola sig svolítið og finna góða ilminn af haustinu.
Lifið heil