Veiðisögur, gamlar og nýjar
Eins og þið sem mig þekkið vitið að þá hef ég verið að starfa í veiðihúsi Gljúfurár í sumar í fjarveru móður minnar. Einnig hef ég verið að skúra þar í tvö sumur. Mér finnst veiðimenn upp til hópa hinir leiðinlegustu fýrar, snobbaðir og skítapleppar. Segi ekki að inn á milli leinist einn og einn sem er ekki yfir 'sveitaómagann' (eða er það kannski stórmagann í mínu tilfelli?) hafin og kemur fram við mann einsog manneskju en ekki annarsflokks þjónustu-rindils. En alla vega þá rakst ég á þessa færslu frá mér síðan í júni 2003 og sá þá ljós lifandi hvernig hún móðir mín tæklar þessa "sendingu" frá Reykjavíkurhrepp. Kannski að ég taki upp hennar stíl, get ábyggilega gert markt verra. Hér kemur færslan:
Ég fór ásamt mínum ekta spússa og foreldrum á snobb samkundu í veiðihúsinu við Norðurá. Ég verð nú bara að segja það að þetta var agalega bjánalegt. Okkur var tilkynnt að mæta klukkan átta stundvíslega og þar sem við erum svo stundvíst fólk þá gerðum við það. Þá var tekið á móti okkur með áfengnum drykk og mátti maður velja milli rauð og hvítvínar eða bjórs. Ég fékk mér spræt og héldu allir því að ég væri með vodka en Sveinn fékk sér bjór ásamt foreldrum mínum. Þarna var staðið og hellt í glösin hjá manni með reglulegu millibili alveg til níu. Þá hófust ræðuhöld og stórýktar fiskveiðisögur (þar sem flestir hefðu lent í því að veiða hval) og lauk því ekki fyrr en um hálf tíu. Þá var okkur gjört svo vel að fara í langa biðröð og snæða snittur og annan pinna mat og svo auðvita helt meira í glösin. Þegar þarna var komið var ég og minn maður og mínir foreldrar orðin svo hungruð að við fórum áberandi margar ferðir að þessu fína hlaðborði. En allir hinir og þá sérstaklega snobbliðið úr Reykjavíkurhreppnum var orðið svo ölvað (og náttúrulega allar kerlingarnar í megrun svo þær kæmust í fínu fötin frá 17) að það borðaði mest lítið. Svo var náttúrulega hellt og hellt í glösin. Agalega fínt allt saman. Annars var mamma mín alveg best, hún mætti þarna í röndóttum sokkum og í sandölum og rauðri kápu-úlpu, sem hún fór ekki úr allan tíma vegna kulda, (það er svo agalega fínt að hafa opið út í svona fínum veislum). Og meðan allar fínu forstjórafrúrnar sátu í hnapp og töluðu saman og hneyksluðust á sveitalýðnum (þá sérstaklega fótabúnaði móður minnar) og ekki virtar viðlits af fínu mönnunum þeirra því þeir voru svo uppteknir af því að mingla við alla hinu fínu forstjórakarlanna. Þá hneykslaði mamma þær sko alveg upp úr skónum því hvenær sem hún birtist nálægt fínu veiðiköllunum að þá tóku þeir kipp og föðmuðu hana og kysstu. Þú lesandi góður hefðir átt að sjá svipinn á kerlingunum. Ég fann nú enga skýringu á þessari hegðun fínu karlanna nema þá helst að þeir hafi verið dáleiddir með röndóttu sokkunum hennar. En á leiðinni heim sagði mamma mér að hún væri í einhverri nefnd fyrir Gljúfurá og þeir væru allir að smjaðra fyrir henni til að halda henni góðri. Mér fannst þetta rosa fyndið. :o)
Veiðimenn you got to love them, eða barasta ekki.
Lifið heil
Ég fór ásamt mínum ekta spússa og foreldrum á snobb samkundu í veiðihúsinu við Norðurá. Ég verð nú bara að segja það að þetta var agalega bjánalegt. Okkur var tilkynnt að mæta klukkan átta stundvíslega og þar sem við erum svo stundvíst fólk þá gerðum við það. Þá var tekið á móti okkur með áfengnum drykk og mátti maður velja milli rauð og hvítvínar eða bjórs. Ég fékk mér spræt og héldu allir því að ég væri með vodka en Sveinn fékk sér bjór ásamt foreldrum mínum. Þarna var staðið og hellt í glösin hjá manni með reglulegu millibili alveg til níu. Þá hófust ræðuhöld og stórýktar fiskveiðisögur (þar sem flestir hefðu lent í því að veiða hval) og lauk því ekki fyrr en um hálf tíu. Þá var okkur gjört svo vel að fara í langa biðröð og snæða snittur og annan pinna mat og svo auðvita helt meira í glösin. Þegar þarna var komið var ég og minn maður og mínir foreldrar orðin svo hungruð að við fórum áberandi margar ferðir að þessu fína hlaðborði. En allir hinir og þá sérstaklega snobbliðið úr Reykjavíkurhreppnum var orðið svo ölvað (og náttúrulega allar kerlingarnar í megrun svo þær kæmust í fínu fötin frá 17) að það borðaði mest lítið. Svo var náttúrulega hellt og hellt í glösin. Agalega fínt allt saman. Annars var mamma mín alveg best, hún mætti þarna í röndóttum sokkum og í sandölum og rauðri kápu-úlpu, sem hún fór ekki úr allan tíma vegna kulda, (það er svo agalega fínt að hafa opið út í svona fínum veislum). Og meðan allar fínu forstjórafrúrnar sátu í hnapp og töluðu saman og hneyksluðust á sveitalýðnum (þá sérstaklega fótabúnaði móður minnar) og ekki virtar viðlits af fínu mönnunum þeirra því þeir voru svo uppteknir af því að mingla við alla hinu fínu forstjórakarlanna. Þá hneykslaði mamma þær sko alveg upp úr skónum því hvenær sem hún birtist nálægt fínu veiðiköllunum að þá tóku þeir kipp og föðmuðu hana og kysstu. Þú lesandi góður hefðir átt að sjá svipinn á kerlingunum. Ég fann nú enga skýringu á þessari hegðun fínu karlanna nema þá helst að þeir hafi verið dáleiddir með röndóttu sokkunum hennar. En á leiðinni heim sagði mamma mér að hún væri í einhverri nefnd fyrir Gljúfurá og þeir væru allir að smjaðra fyrir henni til að halda henni góðri. Mér fannst þetta rosa fyndið. :o)
Veiðimenn you got to love them, eða barasta ekki.
Lifið heil