Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

sunnudagur, ágúst 19, 2007

You better start swimming or you sink like a stone...

...'cos time's they are cheanging. Hvað er málið með þjóðfélag mannanna í dag? Allir trúa því að hamingjan sé fólgin í peningum, dýrari hlutum og velmegun. Til þess að geta sýnst útá við steypir fólk sér í gríðarlegar skuldir, yfirdráttarheimildir blómstra og gerir ríka bankaeigendur enn ríkari. Algengar upphæðir venjulegs fjölskyldufólks í yfirdrætti eru frá 500 þús. til 3-4 milljóna. Fólk kyrjar sig í svefn á kvöldin "hey misster tamborine man play a song for me, I´m not sleeping and there aint no place I´m going to....". Allir eru á velmegunarfylleríi og vona að í dag sé ekki dagurinn sem þau vakna með hræðilega þynnku og missa allt sem þau eiga alls ekki.
Ég fjárfesti í húskofa fyrir tveim árum síðan. Hann var á viðráðanlegu verði og Kaupþingbanki vildi endilega lána mér fyrir honum, að mestu leyti á vöxtum sem þóttu þá þeir bestu í landinu. Síðan þá hef ég borgað samviskusamlega um hver mánaðarmót, og aldrei orðið of sein með afborgun, vel á fjórða tugþúsund. Samt hefur lánið mitt ekkert minkað ekki einu sinni staðið í stað heldur vaxið jafnt og þétt og er nú svo komið að það er um 800 þús. hærra en það var daginn sem ég tók það. Ég og minn ekta maki höfum þó verið skynsöm í fjárfestingum og erum ekki með yfirdrátt né skuldum við annað, við erum vakandi fyrir því að einn daginn kemur að skuldadögum og þeir peningar sem við eyðum þurfum við að vinna fyrir áður en við getum eytt þeim. Því get ég ekki skilið að fólk hafi hreinlega samvisku í það að eyða og eyða einhverju sem þau eiga ekki og munu bara alls ekki geta borgað.
Evrópubankinn er að lána, um þessar mundir, bönkum í Evrópu gríðarlega mikið lausafé því eiginfjárstaða þessa banka er svo slæm því þeir eru búnir að lána fólki svo mikla peninga sem geta aldrei greitt það til baka. Ef Evrópubanki gerði þetta ekki mindi sama gerast núna (og væri að gerast núna as we speak)og gerðist 1929 þegar verðbréfahrunið mikla var á Wallstreet. Sem sagt það yrði heimskreppa! Það er ekki út af engu sem menn sem hafa eitthvað á milli eyrnanna eru að segja fólki að vakna og hætta að eyða peningum sem það á ekki.

Hættum að láta tamborine mennina stjórna lífi okkar.
Lifið heil