Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

fimmtudagur, september 06, 2007

Þegar ég var pínulítill patti...

Er að horfa á Tomma og Jenna með krökkunum skemmtilegt og rifjar upp margar góðar minningar frá mínum yngri árum.
Þessi vika verið svoldið strembin og ég er fegin að helgin er á næsta leiti, er frekar þreytt enda maður farin að vakna fyrir allar aldir til að koma öllu liðinu út fyrir klukkan hálf átta.
Heimaréttir á laugardaginn og svo afmæliskaffi á sunnudaginn í tilefni 2 ára afmælis örverpsins. Er búist við múg og margmenni í réttir og allir fá kjötsúpu eftir erfiðið.

Jæja ládeyða í frétta bransanum í dag, svo þar til næst, og vonandi með fleiri fréttir
Lifið heil