Margt er skrítið í kýrhausnum
Já ýmislegt í gangi í hausnum á mér núna, ekki það að ég sé að líkja mér við kú, en margt sem ég er að velta fyrir mér um allt og ekki neitt. Kannski það sem ég hef mest verið að hugsa þessa dagana er um stöðu kvenna í landbúnaði. Ég er náttúrulega kona í landbúnaði og starfa með og í samtökum sem vilja styrkja konur í dreifbýli. Kannski það sem mest hefur brunnið á mér og einmitt af því að það snýr beint að mér sjálfri er að konur séu taldar til bænda þ.e. að fólk átti sig á því að vera bóndi er starf ekki bara sem karlar eru í heldur líka konur. Konur sem eru bændur eru oftar en ekki taldar til húsmæðra, ekki það að ég lýti niður á húsmæður hef starfað sem slík ansi lengi. Það er bara ekki rétt, af hverju er það húsmóðurverk ef kona fer út og gefur kindum og mjólkar kýr en talið til bændastarfa er karlmaður vinnur þessi sömu verk?
Í mínu tilfelli er það þannig að nú þegar öll börnin mín eru komin að heiman fyrri hluta dagsins þá er ég iðulega spurð að því hvort ég ætli ekki að fara að vinna. Ég svara því til að ég sé nú þegar í vinnu að ég sé bóndi. Fólki finnst það fyndið að ég skuli titla mig bónda og fæ oft framan í mig að ég geti nú alveg UNNIÐ með búskapnum. Þegar ég reyni með stillingu (sem ég á oft erfitt með að sýna) að útskýra að það sé full vinna að vera bóndi þá fer fólk oft að afsaka sig og segir "jaa þú ert náttúrulega með þrjú börn heima hálfan daginn það er nú full vinna." Vissulega er ég húsmóðir hálfan daginn, það er fullt sem þarf að gera á stóru heimili þegar börnin eru komin heim, heimalærdómur, bleyjuskiptingar og afþreyingarstjórnun og fleira og fleira. En ég fer samt ekkert ofan af því að ég er bóndi. Þær tekjur sem koma af búinu eru mínar tekjur (eða öllu heldur mitt tap því ekki er nú mikið sem maður fær af tekjum)og svo ég telji nú upp helstu verkin þá þarf ég að gefa kindunum, ormahreinsa, bólusetja, sitja yfir á sauðburði, hleypa til á fengitíð, heyja, moka út, rýja, bæta og byggja húsakost, einnig þarf að girða, smala, slátra bera á og ábyggilega fleira sem ég er að gleyma nú. Mesta vinnan er auðvita gjöfin og auðvita erum við hjónin saman í öllu á álagstímum og Guð einn veit að ég á duglegri (ofvirkari) maka en gengur og gerist og meira að segja fékk ég vinnumann með mér í vor í bólusetningu og ormahreinsun. En skipulag og hin daglega umhirða er í mínum höndum, einnig er skýrsluhald töluvert af svona búskap þó ekki sé hann stór miðað við margan annan. Nú erum við að reyna að stofna fyrirtæki í kringum féð okkar og kýrnar þegar þær bætast inn (sem verður að öllum líkindum næsta vor) og liggur sú vinna auðvita hjá mér, hringingar útum allan bæ, tölvuvinna og fleira sem þarf til að vel megi standa að þessu.
Því leiðist mér þegar fólk heldur því fram að konur í landbúnaði séu ekki bændur, hvað í ósköpunum fékk fólk til að halda það? Mér leiðist líka sá stimpill sem konur í dreifbýli og landbúnaði hafa á sér þ.e. að þær séu ómenntaðar húsmæður sem standi að baki bónda sínum. Konur í dreifbýli eru oft á tíðum mikið menntaðar, harðduglegar konur sem eru bændastéttinni til sóma.
Ég vona að fólk hafi vit á því að hætta að spyrja konur í bændastétt að því hvort þær ætli ekki að fara að vinna í það minnsta vona ég að ég fái ekki fleiri slíkar spurningar.
Lifið heil
Í mínu tilfelli er það þannig að nú þegar öll börnin mín eru komin að heiman fyrri hluta dagsins þá er ég iðulega spurð að því hvort ég ætli ekki að fara að vinna. Ég svara því til að ég sé nú þegar í vinnu að ég sé bóndi. Fólki finnst það fyndið að ég skuli titla mig bónda og fæ oft framan í mig að ég geti nú alveg UNNIÐ með búskapnum. Þegar ég reyni með stillingu (sem ég á oft erfitt með að sýna) að útskýra að það sé full vinna að vera bóndi þá fer fólk oft að afsaka sig og segir "jaa þú ert náttúrulega með þrjú börn heima hálfan daginn það er nú full vinna." Vissulega er ég húsmóðir hálfan daginn, það er fullt sem þarf að gera á stóru heimili þegar börnin eru komin heim, heimalærdómur, bleyjuskiptingar og afþreyingarstjórnun og fleira og fleira. En ég fer samt ekkert ofan af því að ég er bóndi. Þær tekjur sem koma af búinu eru mínar tekjur (eða öllu heldur mitt tap því ekki er nú mikið sem maður fær af tekjum)og svo ég telji nú upp helstu verkin þá þarf ég að gefa kindunum, ormahreinsa, bólusetja, sitja yfir á sauðburði, hleypa til á fengitíð, heyja, moka út, rýja, bæta og byggja húsakost, einnig þarf að girða, smala, slátra bera á og ábyggilega fleira sem ég er að gleyma nú. Mesta vinnan er auðvita gjöfin og auðvita erum við hjónin saman í öllu á álagstímum og Guð einn veit að ég á duglegri (ofvirkari) maka en gengur og gerist og meira að segja fékk ég vinnumann með mér í vor í bólusetningu og ormahreinsun. En skipulag og hin daglega umhirða er í mínum höndum, einnig er skýrsluhald töluvert af svona búskap þó ekki sé hann stór miðað við margan annan. Nú erum við að reyna að stofna fyrirtæki í kringum féð okkar og kýrnar þegar þær bætast inn (sem verður að öllum líkindum næsta vor) og liggur sú vinna auðvita hjá mér, hringingar útum allan bæ, tölvuvinna og fleira sem þarf til að vel megi standa að þessu.
Því leiðist mér þegar fólk heldur því fram að konur í landbúnaði séu ekki bændur, hvað í ósköpunum fékk fólk til að halda það? Mér leiðist líka sá stimpill sem konur í dreifbýli og landbúnaði hafa á sér þ.e. að þær séu ómenntaðar húsmæður sem standi að baki bónda sínum. Konur í dreifbýli eru oft á tíðum mikið menntaðar, harðduglegar konur sem eru bændastéttinni til sóma.
Ég vona að fólk hafi vit á því að hætta að spyrja konur í bændastétt að því hvort þær ætli ekki að fara að vinna í það minnsta vona ég að ég fái ekki fleiri slíkar spurningar.
Lifið heil