Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

mánudagur, október 13, 2008

ó ó óbyggðaferð....

Ég átti afmæli þann 9 okt. líkt og mörg ykkar vita. Í tilefni af aldri mínum (sem er hvorki hár né mikill) þá brunuðum við fjölskyldan í Miðbænum 'alla leið' upp í veiðihús og eyddum þar helginni. Þvílíkt ljúft sem það var að öllu leyti nema því eina að ég var komin með hálsbólgu og hita en lét það lítið stoppa mig. Á föstudagskvöldið kíktu Unnsteinninn, Evan hans spúsa og Strúnan sagnastúlka á okkur og borðuðu með okkur. Ég fékk frábæra bók frá þeim, þótt svo blóm og kransar hefðu verið afþakkaðir (þá vilja bara svo margir minnast mín), svo var spjallað lengi og vel. Heitur pottur er við húsið og var hann mikið notaður þá aðallega af börnunum svo var rennt fyrir laxi sem var reyndar engin (spurning hvort það hafi spillt fyrir veiðinni að Palli stóð og hennti grjóti útí ána ;)). Kannski vert að taka það fram að það var ekki reynt að veiða lax í heitapottinum.... heldur sko í ánni....

Þvottahúsgólf komið en svo þarf að setja ofan á það steinteppi og þá má fara að henta innréttingunum aftur upp og þá fæ ég kannski þvottavélina mína aftur jíbbí.
Er frekar hugmyndasnauð í dag (gerir kannski flensuskíturinn en ég steinligg enn með hita og beinverki) svo ég hef þetta ekki lengra í bili
Túttlíus
Lifið heil