Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

mánudagur, maí 10, 2004

Dekkjavandræði við skítkeyrslu.(Hugleiðingar Sveins)

Í dag byrjaði ég á því að slóðadraga og fór síðan að keyra skít eftir hádegi eða öllu heldur um kaffi því að hún var víst eitthvað um 3 þegar ég loks byrjaði. Þegar ég kem úr þriðju ferð heyri ég skrítið hljóð og stoppa með það sama og fer út að skoða og sé þá að annað dekkið á haugsugunni er að fara af. Bæði boltarnir og rærnar hafa losnað. Ruglar þetta öllu skipulagi því ég ætlaði að keyra eins og ég gat í dag og á morgun því annað kvöld stóð til að reyna að minnka eitthvað vatnið í holunni (grunninum) hjá Sigrúnu og Ívari. Það er víst nóg annað að gera eins og til dæmis og fara girða fyrir kálfanna svo þeir komist út greyin. Ætla að hætta þessu núna og fara að sofna bless og góða nótt.