Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

laugardagur, maí 08, 2004

Draumar eftir Svein

Málið er það að ég er ósáttur við hvernig ég vaknaði í morgun. Veit nú ekki hvort draumurinn var slæmur það er meira hvernig hann endaði það er að segja ég vaknaði. Draumurinn var svona var eitthvað að slást við Andra vin minn og skólafélega (allt í góðu) við kofann sem stendur hér uppi á klettum. Troðum einhverjum húsgögnum í skottið á bílnum hans pabba og bíllinn síðan fer í burtu. Ég fer síðan inní kofann með Arndísi og sett niður við borð með 3 stelpum (konum). Borðum einhverjar kökur og ég sit með Arndísi og það er talað um hvað ég sé nú góð barnapía. Ég fer og þvæ upp eitthvað sem líkist ostaskera inná einhverju baði. Þegar ég kem til baka þá ég ég staddur inn á baðinu hér niðri og Olla stendur nakinn við baðið en hinnar þrjár eru í baðkarinu (naktar auðvita). Þá vakna ég. Veit ekki hvort mér finnst verra að hafa dreymt framhjáhald eða hafa misst af því að sjá 4 konur leika við hvor aðra.

Svona eru hugrenningar nývaknaðs fjölskyldumanns á laugardagsmorgni verið þið sæl.