Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

laugardagur, júlí 10, 2004

Hrósa sjálfum sér.
Sveinn

Ég var að hlaða grjóti síðasta sumar uppá Hvammi og þegar við vorum þar þá báðum við um að garðurinn væri sleginn svo við myndum ekki trampa hann allan niður. Garðurinn var sleginn en frekar illa og grasið allt skilið eftir og skammaðist ég mikið yfir þessu og endaða þetta síðan með því að ég tók grassið og sló garðinn síðan aftur. Svo var talað um að ég gerði þetta aftur í sumar en ég hafði ekki tíma til þess. Bekkurinn hans Eiríks fær síðan það verkefni að slá garðinn í ár og ég hafður með sem ráðgjafi hvernig best er að slá (snyrta) hleðsluna. Tengdamamma hringir síðan í okkur og spyr hvort við getum komið því það séu bara tveir fullornir með orf og gangi hægt að slá. Við förum uppeftir með orfið okkar (mömmu og pabba) og ég slæ síðan til að verða níu um kvöldið (fórum upp kaffi). Ef við hefðum ekki komið þá hefði þetta ekki klárast um kvöldið og þá hefði næsti dagur farið í þetta líka og það vildi tengdapabbi alls ekki. Tilgangurinn eða kjarni málsins er hvað mér þótti og og þykir gott og gaman að hafa hjálpað þeim. Mér finnst það mjög góð tilfinning að það munni mikið um mann og að eitthvað klárist af því að maður hjálpaði eða var með í því. Ég geri mér grein fyrir því að ég er að lofa (eða mikla) sjálfan mig en ég veit ekki hvort það sé tilgangurinn með þessum skrifum.
Því hefur stundum verið haldið fram að ég sé skrítinn og ég er að mörgu leiti, það fólk sem þekkir mig dæmi bara hver fyrir sig. Í dag fórum við með öll börnin okkar (4 þessa daganna) upp að borgum. Þar vorum tengdasynirnir að dytta að bílunum sínum með aðstoð tengdapabba eða í það minnsta annar okkar. Svo áður en við förum að geri ég eitt sem var mér mikið sáluhjálparatriði og það var taka mótatengi af skemmunni þar sem er ca 10 ára gömul. Mig hefur langað að taka þau af síðan ég kom þarna fyrst og hafa verið mér mikil þyrnir í augum.
Ég fór í mitt fyrsta brúðkaup í gær þ.e.a.s brúðakaup Sigrúnar og Ívars í Ráðagerði. Þetta var notalegt brúðkaup að öllu leiti. Þau giftu sig heima fyrir framan reykkofa sem afi hennar hlóð. Fyrst var grillað og síðan var brúðarkaka sem var súkkulaðikaka og það er að mínu skapi. Ætli þetta sé ekki komið gott í bili og ég segi bless.

p.s það væri nú gaman að fá einhver kommaent frá einhverjum fleiri en konunni.