Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

föstudagur, júlí 23, 2004

Jæja þá

Sveinn ritar

Það er komin rigning svo að það eru bara allir inni í dag.  Það eru allir svo góðu vanir að við nennum ekki að vera úti.  Það hefur nú margt gerst síðan síðasta færsla var skrifuð hér.  Hinrik er farinn heim til sín aftur eftir að hann var hér í tvær vikur.  Það er búið að grafa fyrir skemmunni og langt komið að slá upp fyrir sökklum.  Þar fer Guðbjörn fremstur í flokki smiða og handlangara.  Ég fór suður í morgun til að láta laga hurðina á bílnum okkar í þriðja skipti og athugaði með varahluti í orfið því að þráðurinn losnar alltaf.  Þá fæst þetta stykki sem mig vantar, ekki lengur og þarf maður að kaupa allan hausinn sem kostar 3500kr sem ég tímdi ekki að kaupa.  Keyrði svo Hvalfjörðinn til baka því að mér fannst svo langt síðan ég hefði farið þar.  Ég hugsa mikið um það að geta farið að keyra sand í grunnana áður en ég fer í frí.  Síðasta hugmyndin var sú að fá gröfuna hans Halla og byrja að moka (og keyra) á fimmtudag eða föstudag en hann kemst ekki fyrr en eftir helgi þ.e.a.s í þarnæstu viku.  Sigrún steypir hjá sér á mánudag en við  líkega á miðvikudag svo að þá kemur tími til að keyra he he gaman gaman.  Nú eru hafnar póstsendingar á milli okkar og hans Reynis í sambandi við breytingar á húsinu og verður gaman að sjá einhverjar tölur í sambandi við kostnað við þetta ævintýri.  Veit svo sem ekki hvað ég á að segja meira svo að ég læt þetta duga.  Bless