Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

föstudagur, nóvember 26, 2004

Góðan daginn
Í gær þá var það bara kæruleysi og fór ekki á fætur fyrr en klukkan var að vera tíu. Olla var veik í gær og treysti sér ekki að fara í skólann en var betri í dag og fór í skólann. Ég ætlaði að keyra skít í gær en fyrst ég þurfti að keyra binna í leikskólann og á sundleikjanámskeið og draga undan nasa þar á milli og hætti ég við að keyra skít. Fór í loftorku að sækja sag í gær þegar ég var búinn að fara með binna í leikskólann. Það var eiginlega fýluferð því að það rignir ofaní gáminn sem sagið fer í og það var allt frosið. Gerði eitthvað voða lítið fyrir utan að draga undan nasa og spjalla við Dúnu og Evu því þær komu í heimsókn til mömmu. Þegar ég var í fjósinu í gær var ég að velta því fyrir mér hvort ég ætti að keyra skít eða fara í nudd hjá tengdamömmu. Ég er eiginlega að drepast í hægri mjöðminni svo að ég þarf að gera eitthvað í því en það þarf líka að keyra skít og að lausnin var sú að ég vaknaði 6:15 og og fór í fjósið og gaf, mokaði flórinn og setti kerfið í gang fór svo heim. Það þarf einhver að vera inni með blessuðum börnunum. Planið er síðan að setja hestanna í réttina og keyra á hólfið þar sem þeir hafa verið. Það er stutt að fara og má vera þykkt lag af skít því að tún er ónýtt. Það er reyndar kominn hefð fyrir því að plönin mín ganga ekki eftir en það verður bara að koma í ljós.

Fjölskyldufréttir.
Arndís er alveg að fara að labba, hún getur staðið smá stund þegar hún hættir að styðja sig við hluti. Binni búið að vera með kvef undanfarið og hóstað mikið á nóttini en lítið á daginn. Núna þegar ég var að skrifa þetta tróð hann poppbaun upp í nefið á sér og hún festist þar. Hann rauk inni í eldhús og náði henni úr með einhverju og fékk síðan blóðnasir. Kjánaprik. Ollu gengur bara vel í skólanum var hæst í einhverju prófi um daginn
Unnur systir mín á síðan alveg að fara eiga sitt fyrsta barn núna um mánaðarmótin.

Bless
p.s það er í góðu lagi að gera athugasemdir við mál og stafsetningarvillur hjá mér.