Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Hæ hæ
Jæja þá er ég kominn aftur að blogga og í þetta skiptið þá er það á nýju tölvuna því olla þurfti hana ekki í skólann í dag. Við fengum okkur örbylgjuloftnet um daginn og það er algjör snilld að vísu virkaði það eitthvað illa í gær en þá hafði eitthvað bilað á Akureyri. Það hinsvegar ekki sambærilegur hraði á svona sambandi og venjulegri símalínu. Núna er ég til dæmis að hlusta á Hvannadalsbræður á tónlist.is sem eru algjör gargandi hoppandi snilld. Textarnir eru meiriháttar hjá þessum drengjunum.
Hér er svo sem kannski ekki mikið að frétta, bara svona þetta daglega sem maður þarf að gera alla daga, fara í fjós og taka til eftir börnin hennar ollu eða eigum við að hafa það börnin okkar ollu. Setja í uppþvotta og og þvottavél og svo framvegis.
Það hafa verið mikla pælingar um það hvort við ættum að taka að okkur garðslátt á Hvammi næsta sumar og það er komið jákvætt svar við því. Jæja nú er ég að verða búinn að hlusta á öll lögin með þeim bræðrum og þá ætla ég að drífa mig út og gefa rollunum okkar ollu og sópa að beljunum.
Bið ykkur vel að lifa og kynnið ykkur Hvanndalsbræður því þeir eru snilld eins og raggi risi og konráð hafa sagt á sínum síðum einhvern tíma fyrir löngu síðan.

bless bless
Sveinn