Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

mánudagur, nóvember 29, 2004

Halló
Það er gaman frá því að segja að mínar áætlanir gengu upp í þetta skipti með smá breytingum þó. Nuddinu var frestað til laugardagsins og var það eiginlega bara betra því þá gat ég keyrt meiri skít þegar ég var búinn að keyra Binna í leikskólann. Ég keyrði 11 ferðir held ég eða þangað til að ég fékk skítabað. Haugsugan stíflaðist og þegar ég var að losa stífluna úr stútnum þá hafði ég víst gleymt að loka og fékk gott bað þannig að það lak af mér drullan.

Við fórum á árshátíð á laugardagskvöldið á Hlöðum. Bændaháskólinn á Hvanneyri kom þar saman og skemmti sér og sínum. Þar heyrði ég meðan annars verklegasta rop frá kvenmanni fyrr og síðar, hún var búin að drekka dálítið. Sá tvö klón og annað var af mér. Sá sem sat við hliðanna á mér var líkur sem í útliti og hegðun, t.d þegar ég klóraði mér í nefinu þá gerði hann það líka. Sá sem sat við hliðina á Ollu er engum líkur. Hann var og er hommi og það sem við höfðum gaman af dívustællunum í honum, bara fyndið. Ég sá það þar sem ég horfði á Magnús fráfarandi skólastjóra dansa að líklega væri rétt (og gaman) að fara að læra að dansa. Mín síðustu böll þá hef ég setið eins skatta og drukkið en það má nú líka skrifa á félagsfælnina sem ég er með. Hins vegar þá get ég ekki skrifað þyngdartap mitt núna á hana og því er ég hér að pikka í myrki þegar allir eru sofnaðir. Ætlaði að blogga í dag en gaf mér ekki tíma því að ég í hreingerningarstuði núna. Mér finnst gaman að sjá hluti breytast og eins og að heimilið verður fallegra þegar það er búið að taka til. Er satt best að segja ekki sama því ég fór á vigt áðan og hún sýndi 61.5 kg sem er það minnsta síðan ég var 14 ára eða eitthvað. Var búinn að fresta líkamsrækt fram yfir áramót en það getur víst ekki beðið að fá svör af hverju maður er að léttast en borðar samt 2 heitar mátíðir á dag, það bara gengur ekki upp. Ekki nóg með það að vera ruglaður á geði þá er eitthvað að líkamlega líka. Þetta fylgist nú reyndar að líkami og sál.

Það er best að hætta þessari svartsýni og leiðindum og fara að sofa svo ég geti vaknað til að fara í fjós í fyrramálið. Bið ykkur vel að lifa og dafna (vonandi ég líka) sorry er bara með bömmer núna yfir þessu núna góða nótt.