Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

þriðjudagur, desember 21, 2004

Eitthvað
Í gær var lokaþátturinn af survior. Hann var með sama sniði og síðast mikil dramatík og skömmum um svik. Einn keppandinn sagði meðal annars að hann vildi ekki sjá Twilu út á götu eða heyra í henni í síma hvað þá meira. Þetta var af því að hún hafi svarið við nafn sonar síns og svo svikið það. Leikurinn snýst bara um það að vinna með öllum ráðum og held að það hafi enginn unnið með því að segja bara satt því þá ert þú bara kosinn burtu. Sá sem vann núna gerði það, var í bandalagi við alla þegar á leið því þá var hann öruggur. Í þessum þætti þegar kviðdómurinn talar við þau tvö sem eru eftir þá fara menn í skítkast af því að þeir hafa verið plataðir. Mér finnst að þeir sem voru reknir gleyma því að þetta sé leikur þar sem verðlaunin eru milljón dollarar en ekki raunveruleiki. Vill þetta fólk sem spilar leikinn láta muna eftir sér sem getur ekki gert milli leiks og raunveruleika.

Þá er Olla búinn að fá síðustu einkunnina sem var 10 í hlunnindum og nýsköpun. Þessi einkunn var fyrir þær hugmyndir sem við erum með fyrir jörðina. Ég er ekki upp á mitt besta í dag þannig að ég lætt þetta duga núna.

Jólakveðjur úr Borgarfyrði.
Sveinn