Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

föstudagur, desember 17, 2004

Hó hó
Þá er Olla kominn búinn að ná öllum prófunum og kominn í langþráð jólafrí. Við erum búinn að fá hrút og búinn að hleypa til. Hann reyndar fór nú sjálfur í til kindanna en það var allt í lagi því að því að það var bara viku of snemma. Við fórum síðan með gemling uppí Efstabæ í morgun því að hún er of skyld hrútnum sem við erum með. Binni er að láta reyna á jólasveininn. Hann er að athuga hvað hann þarf að vera óþægur til að fá ekki í skóinn. Jólasveininum finnst hann samt það þægur að hann hefur alltaf fengið í skóinn. Arndís fær ekkert í skóinn því hún er það lítil ennþá. Við erum búinn að kaupa allar jólagjafirnar (held ég, Olla sér um þá deild).

Ég fór til hans Trausta sem er magasérfræðingur á Akranesi í gær. Vildi ég fá að vita afhverju ég virðist léttast. Hann vildi halda því fram að það væri ekkert að mér enda hefur ekkert fundist sem er athugavert. Skjálfta og vöðvabólgu sagði hann líklega stafa af stressi. Það sem ég átti að gera var að reyna að borða meira og milli máli og var stungið upp á kakói með rjóma. Ég á að fá mér eitthvað að borða áður en ég fer að sofa sem ég hef nú oft gert. Það hefur líka vantað eitthvað uppá sjálfsagann því ég hef ætlað að fá mér drykkjarskyr með fæðubótaefni í en það hefur verið mjög sjaldan sem ég hef gert það. Sama get ég sagt um að lyfta eða reyna að styrkja sig eitthvað hérna heima. Það hefur bara ekki gengið eftir hjá mér.

Ég hef áhuga á því að vinna 3 vinnur eða störf. Mjólka bæði á morgnana og síðan á kvöldin. Smíða meðan Binni er á leikskólanum og sjá síðan um heimilið því líka því Olla er í skólanum er fer síðan í verknám í mars held ég. Þetta getur gengið upp með því að vakna alltaf klukkan 6 til að fara í fjós sem ég er að verða meira og meira hrifinn af því að það er betra fyrir beljurnar og lengir svo mikið tímann sem maður hefur fyrir hádegi. Þá er annað hvort að vera inni að taka til einn daginn og svo úti þann næsta eða bara blanda þessu einhvern veginn. Vandamálið er það að ég virðist ekki hafa næga orku í það þ.e.a.s get ekki borðað nógu mikið til að ganga ekki á vöðva og fitu því að það er voða lítið af henni til staðar. Andskoti er ég að vera leiður á þessu þyngdarvæli í mér en er bara mikið að velta mér upp úr þessu núna og mér finnst gaman að láta vorkenna mér.

Þetta er ágætt í bili þarf að fara að koma mér í fjósið og fjárhúsin reyndar líka.

Sveinn hinn mjói jólasveinn