Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

mánudagur, desember 13, 2004

Hæ hæ
Jæja það er best að skrifa eitthvað. Ég var að brölta á fætur og búinn að fá mér morgunmat. Eftir að ég náði mér af ælupestinni þá hef ég bara ekki nennt að fara á fætur til að fara að gera eitthvað. Það svo notalegt að sofa aðeins lengur þegar það er svona mikið myrkur. Fyndið hvað draumar geta sagt manni mikið um hvað er að gerast í sálinni eða öllu heldur í undirmeðvitundinn. Mig var sem sagt að dreyma að ég var í Varmalandi að berjast við hann Björgvin og auðvitað vann ég og varð hetjan svo var ég reyndar líka að berjast við einhvern sem held að hafi verið Stefán frá Deildatungu sem ég hef enga skýringu á af hverju ég var að berjast við og því síður af hverju við vorum að slást uppá einhverju fjalli með járnstöngum. Dreymdi mig síðan að ég var að fara í þjálfun hjá Bubba Morteins til að verða sterkari. Það gengur ekki að karlmaður sé bara 20 kg eins og Bubbi orðaði það.


Unnur systir mín er búin að eiga og átti hún stelpu þvert á allar útgönguspár. Hún var 15 merkur og 53 cm og fæddist hún á fimmtudagsmorgun klukkan hálf átta eins og Sunna Kristín frænka sín í Ráðagerði. Við ætlum að fara og heimsækja þau á morgun því Unnur á að fara heim í dag og Olla er í prófi núna en í fríi á morgun.

Aftur hingað heim. Við bökuðum piparkökur í gær uppi með mömmu ég og Binni. Það er búið að setja upp seríurnar úti nema eina. Ég ætla að hætta núna því ég hef svo sem ekkert meira að segja núna.

Bless bless
Sveinn