Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

þriðjudagur, desember 07, 2004

Jæja þá
Hér er það helst að Olla er á fullu í að lesa fyrir próf. Arndís er með kvef og hóstar talsvert, Binni í leikskólanum og ég að blogga og fleira. Áðan var ég að reyna að stilla stöð 2 inn og er kominn með nokkuð góða mynd en það er það mikið suð að maður getur ekki hlustað á það. Var að reyna að hringja í stöð 2 en það er bara á tali þar. Ætli sé ekki leiðinlegt að vinna á svona skiptiborði og var að segja það sama við fólk allan daginn allt árið? Hér er jólaundirbúningur litið byrjaður fyrir utan að það er búið að kaupa slatta af jólagjöfum. Olla er mikið betri í því en ég enda með betri æfingu en ég. Hún á þrjú systkini sem hún þarf að gefa en ég bara eitt. Var að ná í upplýsingar fyrir gróðamaskínuna okkar Ollu áðan. Vorum kominn með mjög góða hugmynd að okkur finnst. Tveir aðilar að borga fyrir sama hlutinn hi hi. Bara einn galli og það er að geta ekki alltaf gert það sem manni dettur í hug þegar manni dettur það í hug. Það er gott að því leiti að annars væri maður með 50 hálfkláraða misgáfulega hluti. Ef hugmyndin er góð þá skýtur hún upp kollinum aftur og aftur þangað til að henni er ýtt í framkvæmd. Látum þetta gott heita núna ætla að fara að drekka og hringja aftur í stöð 2.

Kveðjur frá Ferjubakka 2
Sveinn