Þorláksmessa
Þessi þorláksmessa verður minnisstæð hjá mér fyrir það ég náði mér í ælupest í gær. Það truflaði sem betur fer ekki mikið nætursvefn hjá mér því að ég ældi öllu áður en ég fór að sofa. Binni og Olla fóru með jólakort og pakka í Borgarnes en við Arndís urðum eftir heima. Arndís datt úr rúminu hans Binna þar sem þau voru að leika sér og fékk góða kúlu á hausinn. Jólatréð er komið í blómapottinn sem við notum fyrir fót þetta árið og búið að skreyta það og það búið að detta einu sinni á hliðina. Jæja ætla að láta þetta duga núna og óska öllum gleðilegra jóla.
Spurningin dagsins (nýr dagsskrárliður)
Hvers vegna blokkar fólk (þú lesandi góður)? Er það vegna þess að við þurfum að koma okkar skoðunum á framfæri hindranalaust og mótmælalaust? Eða finnst okkur bloggurum við vera svona skemmtileg að við viljum að fleiri njóti okkar heldur en við hittum? Fór bara að velta þessu fyrir mér afhverju fólk bloggar. Ég held að ég noti bloggið sem dagbók sem ég segi hvað ég geri og hvernig mér líður.
Sveinn
Þessi þorláksmessa verður minnisstæð hjá mér fyrir það ég náði mér í ælupest í gær. Það truflaði sem betur fer ekki mikið nætursvefn hjá mér því að ég ældi öllu áður en ég fór að sofa. Binni og Olla fóru með jólakort og pakka í Borgarnes en við Arndís urðum eftir heima. Arndís datt úr rúminu hans Binna þar sem þau voru að leika sér og fékk góða kúlu á hausinn. Jólatréð er komið í blómapottinn sem við notum fyrir fót þetta árið og búið að skreyta það og það búið að detta einu sinni á hliðina. Jæja ætla að láta þetta duga núna og óska öllum gleðilegra jóla.
Spurningin dagsins (nýr dagsskrárliður)
Hvers vegna blokkar fólk (þú lesandi góður)? Er það vegna þess að við þurfum að koma okkar skoðunum á framfæri hindranalaust og mótmælalaust? Eða finnst okkur bloggurum við vera svona skemmtileg að við viljum að fleiri njóti okkar heldur en við hittum? Fór bara að velta þessu fyrir mér afhverju fólk bloggar. Ég held að ég noti bloggið sem dagbók sem ég segi hvað ég geri og hvernig mér líður.
Sveinn