Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

þriðjudagur, janúar 25, 2005

Búff
Núna er sá tími dags sem mér finnst sem erfiðastur og það er milli 4 og 5 en þá fer ég oft í þrusuleti. Það er svo sem engar nýjar fréttir núna. Við ætlum ennþá að gifta okkur og það fer í brúðkaupsþáttinn já eftir því sem við best vitum. Förum suður á föstudaginn að hitta fólkið sem sér um þetta og reyndar líka til tannlæknis. Það er kominn spenna í magana og í flesta vöðva en það er nú líka eftir körfubolta og lyfingar. Var að smíða fyrir leikdeildina á sunnudaginn. Við Guðjón vorum að búa til áhorfendapalla og svo var karfa um kvöldið. Jæja nenni ekki meir og svo þarf Olla líka að fá tölvuna.

bæó.