Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

mánudagur, janúar 17, 2005

Brúðkaup

Við höfum ákveðið að umbera hvort annað það sem við eigum eftir ólifað og skammast í hvort öðru þar til að við hverfum til annars tilverustigs. Ef ég sykurhúða þetta þá verður það svona. Við viljum lifa saman til ævilofa svífandi saman hamingjusöm á bleiku skýi. Var að bóka kirkju og organista, og er þá búið að ganga frá svona þessum stærstu liðum. Það á reyndar eftir að búa til boðskort en það verður líklega gert í dag. Hvað er fleira í fréttum? Binni tók til í herberginu sínu í gær. Olla skúraði gólfið eftir að við kláruðum að úrbeina beljuna (kvíguna). Ég tók til. Arndís gerði ekki neitt nema leika sér. Er að verða búinn með Kleifarvatnið sem ég fékk í jólagjöf frá mömmu og pabba. Ég gaf í þessa blessuðu söfnun þó að ég hafi eiginlega verið á móti því. Ég ætla að láta þetta duga núna því að ég ætla að klára bókina og gera nokkrar armbeygjur til að maður líti betur út í brúðkaupinu.