Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

mánudagur, febrúar 14, 2005

Eldra fólk
Ég eldist eins og annað fólk, kannski ekki nákvæmlega eins en ég verð í það minnsta eldri og jafnvel vitrari. Ég hlakka að sumu leiti til að verða gamall. Það verður gaman að fá greiddan út lífeyrissparnaðinn og eiga þar með fullt af peningum. Eins og umræðan er um elliheimili og þjónustu við aldraða í dag þá er ekkert spennandi að fara á elliheimili, því að það er farið með fólkið eins og krakka í mörgum tilfellum. Þegar maður er búinn að vera krakki og alla upp börn og barnabörn þá get ég ekki ímyndað mér að maður vilji láta koma fram við sig eins og barn og stjórnað sem slíku. Það var nú bara þetta sem ég vildi segja núna.

Bless

Spurning dagsins
Í hverju sefur þú?