Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Fjallið
Það er til máltæki eða málvenja um það að sópa undir teppi. Þeir sem vita ekki hvað það er þá er það að fela bara vandamálin en ekki leysa þau. Þetta er víst það sem ég hef gert í gegnum tíðina og núna er komið það mikið undir teppið að ég er bara að fara detta af. Það er margt sem ég þarf að gera upp í sambandi við skólaár. Sjálfsálitið mætti vera meira. Nokkur vandamál í framhaldi af því. Það er spurning hvort þetta eigi heima á netinu en eiginlega er mér sama því að hluti af lausnini er að ræða (skrifa) um hlutina. Mér finnst ágætt að tala um heima og gleyma hér enda hefur maður nógan tíma til að hugsa um hlutina áður en maður segir þá og það er enginn sem grípur fram í fyrir manni.
Moving on
Brúðkaupsundirbúningur gengur bara vel. Hringdi í hana Elínu og ætlaði að vera dálítið fúll af því að þau höfðu ekki neitt talað við okkur síðan við fórum til Reykjavíkur um daginn. Hún virkar svo góð eitthvað að maður gat bara ekkert skammað hana en samt hún ætlaði að hringja aftur í mig og er ekki búinn að því ennþá, skamm skamm Ella. Hún ætlaði að panta yfir okkur herbergi á hótel Sögu því fær einhvern afslátt þar. Ég er búinn að vera veikur síðan á fimmtudag og orðinn hundleiður á því. Er reyndar að verða góður, maginn er eitthvað að róast í dag enda fór í ég rafmagnsmeðferð í dag. Fékk svona skemmtilega í magann. Það fóru fyrir lítið þessi 2 kíló sem ég var búinn að bæta á mig en þau koma aftur fyrir brúðkaup og vonandi með vinni sína með sér. Látum þetta duga núna því að ég þarf eiginlega að fara búa til lista yfir það sem á eftir að gera fyrir brúðkaupið.

Spurning dagsinns.
Hvað tala ég mest um eftir brúðkaup?