Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

sunnudagur, febrúar 20, 2005

Nú er ég giftur.
Já við erum sem sagt búinn að gifta okkur og tilkynna smálengdarmál. Við erum sem sagt að fara halda áfram í því að fjölga mannkyninu og var það ástæðan fyrir því að við breytum dagsetningunni á brúðkaupinu. Það er í lagi að segja það að það gekk á ýmsu í undirbúningi fyrir þetta brúðkaup okkar og sögðum við að þetta gerðum við ekki aftur en svo kom stóri dagurinn og þetta gerum við hiklaust aftur. Þetta var frábær dagur að öllu leiti, það voru kannski nokkur smáatriði sem hefðu mátt vera öðruvísi en það skiptir ekki máli því ég skemmti mér konunglega og það gerðu flestir. Við fórum síðan til Reykjavíkur á Hótel Sögu og vorum þar í brúðarsvítunni. Borðum á grillinu 5 rétta máltíð sem var mjög góð. Við tókum nokkrar gjafir með sem við opnuðum síðan þegar við vorum búinn að borða. Erum síðan búinn að vera í því að ganga frá gjöfum í dag og eins fötunum. Held að ég nenni ekki að segja meira núna og ætla bara að þakka öllum sem komu til að gera þennan dag svona skemmtilegan sem er bara með þeim skemmtilegri sem ég hef upplifað.

Þakka kærlega fyrir mig (okkur)
Herra Sveinn og frú Ólöf María.