Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

föstudagur, mars 11, 2005

Reyni aftur
Ég var búin að skrifa í gær en það hvarf allt og ætla að reyna aftur núna. Ég sigraði þessa orrustu við vegagerðina. Sannleikurinn er nú samt að vegurinn var heflaður er nú ekki bara mér að þakka þó að ég vilji halda það heldur voru margir búnir að kvarta í vegagerðinni. Hins vegar þá svaraði Sturla samgönguráðherra mér í gær sama dag og þetta kemur frétt um þetta í skessuhorninu, skemmtileg tilviljun.
Aðrar fréttir:
Olla er í prófi núna. Olla fór í sónar í gær og sást ekkert athugavert en hún hefur verið með allskonar verki. Eins og hún á (við hálfpartinn) á auðvelt með að verða ólétt þá er meðgangan önnur og veri saga. Arndís er að batna af kvefinu og hætt að vera með hita. Binni er búinn að vera mjög duglegur að fara í fjós í vikunni enda búið að vera gott veður og næstum því nýr kálfur í hvert skipti sem maður fer í fjósið. Af mér er að helst að frétta að ég er orðinn góður í hálsinum og bara sprækur.
Ef ég væri helmengi þyngri og með meira hár og gæti sungið vel þá væri ég kannski ekki svo ólíkur honum Davíð í idolinu. Ég finn til einhverjar samkenndar með hans persónuleika.
Held að ég nenni ekki að skrifa meira núna bless
Bless

Spurning dagsins er hvar verð ég um helgina?