Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

þriðjudagur, apríl 12, 2005

Hef ég þá upp raust mína!

Já ég er bara að hugsa um að spjalla í smá stund hér á netheimum. Sveinn hefur svo mikið að gera að ekki má hann vera að því, og þar sem ég er slöpp, næstum miðtvítug húsmóðir sem hefur lagt nám sitt á hilluna um sinn ( og auðvita af því að ég ætti að vera þrífa húskofann minn) að þá taldi ég það bara tilvalið að blogga smá.
Ekki er svo sem mikið að frétta, karlinn minn, hann Sveinn bætti við sig einu ári í dag og telst hann nú því heila 28 vetra gamall. Ef hann væri bykkja væri sennilega búið að fella hann og ef hann væri belja væri fyrir löngu búið að setja hann í sláturhús þannig að þetta er nú bara ansi góður árangur hjá drengnum, og hann náttúrulega afskaplega heppinn að vera hvorugt bykkja né belja.
Sameiningakostningar eru á næstu grösum, ég hef ákveðið að vera á móti sameiningu. Ekki það að mér sé neitt sérstaklega illa við hina hreppina sem vilja ólmir og uppvægir sameinast mér og mínum (sem er náttúrulega ekkert furðulegt) heldur fyrir mér er þetta einfallt reiknisdæmi. Borgarbyggð hefur ekki staðið sig neitt sérstaklega vel í rekstri þessara tveggja grunnskóla sem innan sveitarfélagsins er, jú reyndar hefur rekstur grunnskóla Borgarness verið með ágætum en vesalingarnir og "hillbyllinn" (sem myndi leggjast út í grófri þýðingu sem hæðarbúinn) í Varmalandi hefur eiginlega bara mátt éta skítinn undan skóm Borgnesinga og þar að auki hirða það "pakk" (sem legst út sem börn með vandamál) sem þeir í Borgarnesi telja sig ekki samboðna. Þeir í Borgarnesi hafa fest varir sínar á rassi einum sem tilheyrir ágætum rektori í Bifröst og hafa nú reist honum gólfvöll og vilja endilega koma sóknarkirkjunni (sem hefur hingað til verið staðsett á prestsetrinu Stafhollti) uppeftir. Þeir hafa ákveðið einnig (þ.e. bæarstjórnarmenn Borgarbyggðar) að skemma tvö fögur hús í Borgarnesi með ákaflegri nýtískulegri og fínni glerbyggingu sem tengja á saman þessi hús. Fyrir ekki svo ýkja mörgum árum eyddu þeir fé í að rífa þá verandi tengibyggingu þessara húsa til þess að þau mættu standa í sinni uppraunalegu mynd. (svo veltir fólk fyrir sér hvers vegna Borgarbyggð á í fjárhagserfiðleikum) Einnig stendur til að rífa gamla mjólkursamlagið sem ég er einnig alfarið á móti en ætla ekki að tjá mig frekar um það hér í þessum pistli. Á meðan þeir eyða fé í þetta allt saman þá hefur hæðarbúinn ekki aðgang að köldu vatni, heldur má hann dæla kalda vatninu sjálfur upp úr jörðinni með þar til gerðri háfaðartóladælu. Aðrir fá ekki aðgang að hitaveitu og fá samt ekki niðurgreidda himinnháa rafmagnsreikninga sem ætti að vera eðlilegt því í sveitarfélagi eigja jú allir að sitja við sama borð, eða er það ekki?
Einsog ég sagði í upphafi þá er þetta fyrir mér einfallt reikningsdæmi. Hvernig getur það verið auðveldara að reka 5 grunnskóla í stað tveggja? Hvernig getur það verið auðveldara að reka 6 leikskóla en 3? Hvernig á það að verða auðveldara að passa að allir sitji við sama borð og fái sömuréttindi í sveitarfélagi sem er ekki bara landfræðilega mikið stærra heldur hefur líka mikið fleiri íbúa? Ég bara skil það ekki. Sumir segja að með sameiningu komi meira fé í bæjarsjóð því íbúar verða fleiri. Borgarbyggð telur um 2500 íbúa, eftir sameiningu verður íbúatala komin í um 3200 manns. Þetta er ekki helmings fjölgun sem segir mér það að sveitarfélagið mun ekki geta rekið sig svona stórt. Borgarbyggð er fræg fyrir það að hylla Borgarnesi, ég veit ekki hvort þessi fulltrúar sem við í hinum hreppunum eigum í bæjarstórn séu svona atkvæðislitlir eða hvernig það er, en ef það heitir ekki Borgarnes eða Bifröst þá máttu nú bara eginlega éta það sem úti frýs eða í besta falli fá leyfarnar og það sem Borgarnes vill ekki!
Alla vega ætla ég ekki að kjósa með sameiningu, mér finnst við þurfa að hjálpa okkur sjálfum áður en við getur hjálpað öðrum (sem jafnvel þurfa enga hjálpar við).

Jæja þá hef ég tjáð mig um það. Af öðrum fréttum er það hellst að vegurinn okkar er enn á ný sem endra nær ófær og eru gestakomur á Ferjubakka eftir því ( eða kannski er bara svona vond fýla af okkur?) Menn í Borgarhreppi keppast um að gerast heimavinnandi húsfeður og tel ég þá þróun af hinu góða. Húsbyggingar rísa hér á torfunni sem aldrei fyrr, og er okkur hjónum farið að klæja í puttana bæði vegna vorkomu og vegna flutninga sem muni eiga sér stað í haust þegar eldri hjónin færa sig yfir í sitt nýja hús og við taka við öllu þessu húsi. Einnig mun þá nýasti erfinginn lýta dagsins ljós eða um 15 september sem er einnig mikið tilhlökkunarefni. Nýjustu spár í þeim efnum segja að þetta muni sveinsbarn vera, ég hef svo sem ekki mikið spáð í það en Sveinn verður bara feginn ef þetta verður Sveinsbarn, sem ég geri nú fastlega ráðfyrir nema að ég feti í fótspor nöfnu minnar meyjar, hafa þó öngvir englar komið hér og tilkynnt neitt um að guðleg efni hafi svifið hér í andrúmsloftinu (kannski að þeir séu bara fastir í drullupitt við Ölvaldsstaði?)

Hef þetta þá ekki lengar í bili
Lifið heil