Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

miðvikudagur, apríl 20, 2005

Síðasti vetrardagur.

Já það er bara komin síðasti vetrardagur. Þetta hefur nú verið ansi fljót liðin vetur, enda svo sem margt sem hefur verið baukað. Svo er bara sumarið fram undan með blóm í haga, mikið verður það nú indælt. Annars fer nú sauðburður að byrja fljótlega á Ferjubakka, við erum farin að auka ferðirnar úteftir, en það er nú engin sem virðist vera komin fast að burði. Sveinn er búinn að sá í gróðurhúsinu og nú förum við fljótlega að prikla, útsæðið verður keypt í vikunni og holað niður eftir helgi. Svo fer skítakstur fljótlega af stað. Það er svo gaman í sveitinni á vorin, svo margt sem er haft fyrir stafni. Tjaldurinn sást niðri á túnum í dag svo nú bíðum við bara eftir hrossagauknum og þá er vorið formlega komið, Lóan er fyrir löngu komin og kvað burt snjóinn. Jæja ég vona að það taki nú allir vonglaðir sumrinu í mót.

Lifið heil.