Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

föstudagur, maí 06, 2005

Góðan daginn
Hér er svo sem lítið að frétta. Olla má ekkert gera og þarf að sitja og liggja allan daginn og lesa. Arndís er með kvef eins og ég. Í fyrradag þá girti ég garðinn af svo hún gæti verið út í garði. Lenti reyndar í smá óhappi við það. Var að reka niður staura og hafði engan til að halda þeim. Ég gerði tilraun með það að standa með netið í klofinu og styðja mig við það því ég hélt við staurinn með löppinni. Netið held mér náttúrlega ekki og ég missi jafnvægið og dett út úr garðinum og næ að hanga á gaddavír til að detta ekki niður brekkuna og niður á tún til Summa. Það hefði verið fyndið að geta séð þetta. Við Binni erum að bíða eftir að Arndís vakni til að geta sett hana upp og farið í Borgarnes. Ég fór nokkrar ferðir með skít í gær en barkinn stíflaðist og svo kom fjósatími og þá þurfti ég að fara passa Arndísi. Þau í Ráðagerði komu í heimsókn í gær, allir nema Unnsteinn, veit ekki hvort hann er en að jafna sig eftir tapið hjá Chelsea í meistara-deildinni. Við settum niður kartöflur í gær við Binni með aðstoð frá mömmu (reyndar var Binni að sulla niður á sandi á meðan við mamma vorum að setja niður). Búið að vera hálfgerður frasi með lyfin sem Olla fær við þessum samdráttarverkjum sem sér ekki fyrir endann á.
Ætli sé ekki best að hætta þessu og hengja út á snúru til að gera eitthvað.
Bless og lifið í lukku en ekki í krukku.
Sveinn