Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

þriðjudagur, maí 03, 2005

Halló
(Sveinn með skýrslu)
Nú er illt í efni Olla fékk þau fyrirmæli að hún mætti ekkert gera. Hún fór út á sjúkrahús á föstudag með samdráttarverki en var send heim aftur því það fannst ekkert athugavert. Það var góður hjartsláttur í barninu og fínar hreyfingar. Fórum síðan aftur úteftir á laugardagskvöld og varð Olla eftir útfrá og kom ekki heim fyrr en í gær. Arndís og Binni voru upp á Borgum á meðan. Tengdamamma bauðst til að þvo af Arndísi því eitthvað hafði það dregist hjá okkur. Ég ákvað að misnota það boð og tæmdi óhreina tauið hennar Arndísar. Svo fengum við allt nýþvegið og brotið saman til baka og kann ég henni bestu þakkir fyrir. Hver segir svo að tengdamömmur séu leiðinlegar?
Eins og Olla var búinn að segja þá hef ég verið á fullu að keyra skít og svo um helgar uppfrá að reyna að klára gróðurhúsið (skýli). Það segir sig sjálft að það hefur róast mikið sú vinna.

Örfréttir
Sauðburður er hafinn, eitt lamb komið. Pabbi reif gaflinn af bílskúrnum í gær. Við erum að rembast eins og rjúpan við staurinn að spara til að eiga einhverja peninga til að kaupa húsið í haust eða þegar þau eru búinn að byggja mamma og pabbi. Þeir segja hjá vegagerðinni að þeir ætli að brjóta klettana hjá Ölvaldsstöðum og nota það efni til að byggja upp veginn. Það er alveg eins og ég myndi gera það, það hlaut að koma að því að við (ég og vegagerðin) værum sammála.

Ef ég hefði verið í ríkistjórn þá hefði ég ekki lækkað tekjuskatt. Mér finnst mikið gáfulegra að lækka frekar virðisaukaskatt á matvælum. Því hefur verið haldið fram að matvælaverð hér sé það hæst í heim og afhverju þá ekki að reyna að lækka það aðeins. Svo kaupa allir mat sama hvað þeir hafa í laun. Í næstu kosningum þá ætla ég að kjósa vinstri græna. Afhverju þeir voru með þessa afstöðu þegar var verið að lækka tekjuskattinn og svo finnst mér ríkistjórnin vera búinn að gera það margar vitleysur. Samfylkinguna kýs ég ekki. Missti alla virðingu fyrir Ingibjörgu þegar hún hætti sem borgarstóri og Össur er dálítið eins og gjammandi hundur.

Þetta er nóg í bili
Sæl að sinni.