Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

laugardagur, maí 07, 2005

Samgöngur
Í þessum pistlum hefur oft verið talað um samgöngumál. Hef komist að þeirri augljósu staðreynd að menn hugsa þar mest um sjálfan sig eða það sem stendur þeim næst. Mér finnst til dæmis rugl að veita miklu fé til Reykjavíkur þar sem allar götur eru malbikaðar á meðan hér eru malarvegir sem eru stundum illfærir vegna drullu. Aftur á móti eru margfald fleiri sem nota vegina í rvk en t.d okkar ferjubakkaveg. Forgangsatriði ætti að vera að gera hringveginn malbikaðan og losna við einbreiðar brýr. Á meðan ástand tengivega og þjóðvegarins er ekki betra en það er þá finnst mér forhert heimska að ætla að fara gera hálendisvegi eða sundabraut. Hef svo sem ekkert á móti sundabraut en þá á að gera það í einkaframkvæmd eins og var gert með hvalfjarðargöngin.

Hef verið að velta því fyrir mér hvort það væri einhver grundvölur fyrir bændur að byggja skítatanka sem eru nálægt eða alveg við túnin og fá síðan verktaka til að keyra í þá og keyra svo sjálfir úr þeim á túnin. Í okkar tilfelli þá er það einn ferð í staðinn fyrir 3. Túnin hér þola ekki svona stóra tanka og er þetta því ágætt lausn að mínu mati.

Held að ég þurfi ekki að tjá mig meira núna og ég segi bless.

Smá viðbót
Mér finnst að fólk í rvk ætti að nota reiðhjól og strætó meira til að minnka mengun og til að spara (eins og Konráð). Húrra fyrir honum.