Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

þriðjudagur, september 27, 2005

Það er komið nafn.
Drengurinn heitir Páll Kristþór. Annars held ég að flestir séu búnir að sjá það á heimasíðu drengsins. Hér er það helst að frétta að það er búið að skíra eins og áður kom fram. Við erum öll búinn að fá ælupest í okkar fjölskyldu og pabbi lág í gær og tengdamamma og amma í dag. Húsið hjá mömmu og pabba seinkar enn og ég er að fara að vinna á mánudaginn við að smíða í Borgarnesi. Á morgun eða hinn ætla ég svo til Reykjavíkur að kaupa þurrkara svo Olla þurfi ekki að eyða mörgum tímum á dag í að hengja upp og taka niður þvott. Mikið betra að elda fyrir mig og leika við börnin.

Annað
Mér finnst að fólk eigi að fara að huga meira að öðrum orkugjöfum en þeim sem við erum að nota í dag. Þá er ég að tala um vindorku, virkja sjávarföll og hlut sem kallast (held ég) kaldur samrunni. Heyrið talað um þetta í útvarpinu í sumar og var mjög hrifinn af, er umhverfisvænt og gríðarlega mikil orka en á eftir að þróa þessa tækni eitthvað meira. Svo er maður að furða sig á hvað fólk í USA getur virkað vitlaust og þá sér í lagi þeirra "ágæti" forseti.
Ari kom hér í dag og var gaman að fá hann í heimsókn

Bless
Sveinn með stærstu fjölskylduna í ferjubakkahreppnum. (Lofa því að hún verður ekki sú stærsta í Borgarhrepp)