Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

fimmtudagur, janúar 26, 2006

Húsamál. (Sveinn)
Ég hef hugsað mjög oft um að skrifa þetta svo það er best að koma þessu frá sér. Við Olla fengum þá hugmynd fyrir svo um það bil einu og hálfu ári að kaupa ákveðið hús í Borgarnesi og selja það svo þegar við ætluðum að kaupa húsið hér. Með dálítilli vinnu þá hefði verið hægt að leigja húsið út sem tvær íbúðir og fá sem sagt leigutekjur fyrir afborgunum og síðan stórgræða á því að fasteignaverð hefur tvöfaldast á þessum tíma með því að selja það síðan núna. Það er helvíti sárt og við erum búinn að sparka mikið í rassinn á okkur fyrir að gera þetta ekki. Ekkert nema kjarkleysi og aumingjaskapur og ég veit ekki hvað og hvað, jú ég of áhrifagjarn, sérstaklega frá sumu fólki. Sannleikurinn er nú samt sá að þetta var, já og er ekki svona einfaldur. Við vorum með yfirdrátt og veit ég ekki hvort við hefðum nokkurn tímann fengið lán fyrir þessu. Til að eiga fyrir útborgun þá hefðum við þurft að selja bílinn sem við áttum þá. Eins er svo sem freistandi að gera þetta í dag en maður veit ekki hvort fasteignaverð heldur áfram að hækka eins mikið og það hefur gert. Við vorum að skrifa undir kaupsamning að þessu húsi í dag og það er svo sem nóg að kaupa og gera eitt hús upp í einu. Er að spá í að kaupa mikið af bjór og bjóða svo bara sem flestum sem vettlingi geta valdið að koma og fá sér bjór og jafnvel gera eitthvað smá fyrst þeir eru komnir.
Við erum kominn með meiriháttar stórann og góðan ísskáp. Ef einhvern langar í gamlan ísskáp þá má hann koma og taka hann.
Við erum að bíða eftir að fá svar frá Byko hvað seinni hluti þess sem okkur vantar í húsið kostar. Annað er það ekki núna bless bless
Sveinn