Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

þriðjudagur, febrúar 28, 2006


Niðurrif og uppbygging

Jamm erum á fullu þó aðalega Sveinn, ég fæ bara að dúlla mér hérna niðri og er svo sem alveg nóg að gera þar við að setja upp þvottahúsinnréttingar og þrífa skít og ryk sem berst jafn óðum frá efri hæðinni.
Þegar Sveinn reif gólfefnið af í ganginum uppi komu í ljós morgunblöð frá haustinu 1939 og framm á vor 1940. Við lásum blöðin og merkilegt nokk að 66 árum síðar þá eru fréttirnar bara keimlíkar. Þar var verið að tala um forkaupsrétt á bújörðum og auglýsa hinn og þann varninginn sem var upplagður í jólapakkann handa frúnni, herranum eða börnunum. Bara gaman að því. Annars er þetta ansi seinlegt allt hjá okkur erum þó ekkert orðin stressuð því von er á hóp af fólki til aðstoðar um helgina og svo meiga allir sem vettlingi (hamar væri þó betri) geta valdið koma við og hjálpa, alltaf heitt á könnunni og öl í ískápnum.

Öskudagur á morgun og eftirvæntingin mikil hjá frumburðinum. Hann fór með ömmu og afa á síðustuhelgi og keypti sér öskudagsbúning. Ætlar kappinn að vera Spædermann, hvað annað, þarf nú að sigra hina strákana og ganga í augun á stelpunum. Ég er farin að hafa áhyggjur að ég verði amma fyrir aldur framm því stráksa finnst ekkert skemmtilegra en að láta kvennfólkið á leikskólanum slást um sig og eru einar þrjár sjúklegar ástfangnar af honum (að eigin sögn) og einn strákur (úbbs!!). Skottan ætlaði fyrst að verða kokkur en svo sá mamman æðislegan prinsessu búning sem nátúrulega hentar einkar vel á svona prinsessur. Best að klæða hana í það á meðan hún vill það og hefur litla skoðun á því sjálf hvað hún ætlar að vera á öskudaginn.

Jæja læt þetta duga í bili
Lifið heil