Enn er verið að rífa, sér þó fyrir endan á þessu. Sveinn var viss um að hann væri búinn að rífa allt hægt væri að rífa niður þangað til hann fékk Unnstein og Kristján í heimsókn. Þeir félagar mættu á svæðið á laugardagsmorgun og allt fór á fullt. Svo leið á dag og bjórarnir orðinir fleiri en einn og þá fóru veggir að fljúga. Þannig að upphaflegt plan var allt orðið breytt. En ég held að þetta hafi allt verið til bóta, fyrir vikið fæ ég stærra eldhús og stærra baðherbergi og ég er bara sátt. Frumburðurinn er með á fullu og er kominn með sér verkefni en það er að naglhreinsa loftið. Stendur sig með prýði í því. Við höfum ekki enn lent í því að þurfa að bíða eftir iðnaðarmönnum. Rafvirkinn mætti bara á svæðið á umsömdum tíma og var í 2 daga!!! Gerir aðrir betur ég segi ekki fleira. Nú er bara að sjá hvort píparinn standi sig eins vel.
Mundi er búinn að járna fyrir mig og Adam búinn að taka Stjörnu einu sinni í prufu. Hún er bara að koma vel undan vetri og gerir allt sem hún á að gera þannig að ég er bara orðin spennt í því að ríða út, kannski að ég byrji bara um páska og járni þá eitthvað af gömlu jálkunum fyrir Svein svo við getum verið saman í hrossunum. Verður æðislegt. Mokaði undan þeim Galsa og Stjörnu í dag og var það tilefni til smá uppþota, reyndar var Galsi gamli ekkert að stressa sig yfir þessu, orðin eldri en tvæ vetra og hefur oft séð traktorinn en merarkjáninn vissi ekkert hvað á sig stóð veðrið og hélt að hún gæti klifrað yfir skófluna til að sjá hvað manneskjan sín væri að gera inni. Róaðist til muna eftir að ég gaf þeim úti og ég fékk frið til að moka út.
Hrútar ómyndin mín braut sér leið út um daginn, gleymdist víst að loka krónni hjá þeim og hann braut bara milligerðið helvískur. Lambsauðurinn fylgdi náttúrulega á eftir og spóka þeir sig nú sælir og glaðir innan um ærnar sem vilja þó ekkert sinna þeim því þær eru búnar að fá sitt þetta árið.
Þeir verða færðir um leið og gefst tími til vegna anna. Annars á ég eftir að sækja ána sem pabbi gaf mér í haust upp á Borgum þarf að fara drífa í því og fá nýjan lit í safnið.
Vil að lokum minna alla á að þeir eru velkomnir í vinnu (þá sérstaklega fólk mín megin *hóst*Konráð*hóst*)
Lifið heil