Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

föstudagur, mars 24, 2006

Iðnarmenn.
Sveinn ritar
Þar sem við erum að breyta húsinu frá a-ö eða því sem næst þá þurfum við kaupa svolítið af utanað komandi vinnu þ.e.a.s rafvirkja, pípara og múrara. Það hefur ekki reynt á múrarann ennþá en hinn tvo er kominn reynsla á eða þannig séð. Annar hefur lítið sem ekkert komið og er það eiginlega bara pirrandi. Hinn stendur sig bara nokkuð vel (rafvirkinn). Framkvæmdir ganga ágætlega, á eftir að ganga frá vatni á klósettinu til að geta lokað þeim veggjum og svo flota.
Það var einhver ruglingur eða vitleysa með loftaefnið því það kom ekki uppeftir með hinu dótinu í dag.
Arndís er með um 40 stiga hita og var afmælinu hans Binna aflýst sem átti að vera á morgun. Bömmer. Palli er aðeins að byrja að tala og farinn að sitja.

Að lokum
Nú er komið nóg af þessum HELVÍTIS ROKI OG KULDA ENDALAUST

Sveinn