Aulahrollur
Stundum fæ ég bjánalegan aulahroll þegar ég hugsa um íslenska ríkið, nei það er ekki rétt, ég fæ alltaf bjánalegan aulahroll þegar ég hugsa um íslenska ríkið. Mér finnst þetta fólk sem stjórnar svo firrt og veruleika skert að það er ekkert lítið. Fyrir svo sem 10 árum var Ísland bjartasta vonin í heiminum. Voru að verða með þeim ríkustu, voru með besta heilbrigðiskerfið, góða skóla á öllum stigum mennta, atvinnuleysi lítið og fátæk varla til. ísland náði ekki að verða neitt meira en efnilegt því nú 10 árum seinna er bara allt að fara til fjandans. Við lepjum upp drulluna frá Bandaríkjamönnum og kinkum kolli í fyllsta þakklæti þegar þeir láta einn brauðmola falla af sínu "allsnægta" borði. Við getum ekki einu sinni mótað okkar eigin stefnu í varnarmálum landsins. "Nei við höfum enga þekkingu á því að að búa til varnaráætlanir, en við munum vissulega koma með punkta um það sem við höldum að sé nauðsynlegt fyrir landið." Þetta sagði hæstvirtur utanríkisráðherra í fréttum sjónvarps fyrr í vikunni þegar hann var spurður að því hvort íslenska ríkið myndi koma að gerð varnaráætlunar. Ég bara spyr: eru þið hálfvitar? Ætlið þið virkilega að láta annað ríki út í heimi semja varnaráætlun fyrir landið okkar???? Og hefur engum dottið það í hug að það sé kannski ekkert sniðugt að vera í aftaní-dingli við Bandaríkin? Að það sé hreint og klárt hættulegt? Það eru engir Arabar og muslimar í fýlu út í Ísland, en það er nóg af þeim í fýlu út í Bandaríkin!?
Mér lýður oft eins og ég búi í mauraþúfu. Og í stað þess að vinna saman sem ein heild þá hlaupa allir um í óðagoti og reyna að ota sínu og tota í eigin horni. Skemma jafnvel fyrir hinum í eigin framagirni. Heimurinn í dag er ekki öruggur staður til að vera á, það er bókað. En eigum við ekki að standa saman sem ein heild og vera sjálfstæð. Lifa eftir draumi mannanna sem börðust fyrir sjálfstæði okkar? Við erum svo upptekin af sjálfum okkur og eiga fyrir flotta húsinu og dýra bílnum að við tökum ekki eftir hvað er að gerast í kringum okkur. Vissuð til dæmis að Íslenskir unglingar, þá sérstaklega drengir, eru mörg hver að lesa um 100 orð á mínútu? Það er rétt svo stautfært. Íslensk ungmenni hafa ekki orðaforða til að geta tjáð sig opinberlega. Og ef maður hugsar út í það er þetta svo deginum augljósara. Fullorðna fólkið hefur engan tíma til að tala við börnin sín og láta skólana sjá um það, þar er íslensku kennsla skorin niður því það þarf að eiga fyrir nýrri kárahnjúkavirkjun og flottu listaverki fyrir framan stjórnarráðið, svo hlusta krakkarnir á útvarpsstöðvar eins og fm957 þar sem orðaforðin einskorðast við að vera hress, kúl, æðislegur og geðveikur. Ungt fólk les ekki dagblöð, né hlustar á fréttir eða tekur þátt í þjóðfélagslegum umræðum. Það umgengst annað ungt fólk og lærir af því, eggið kennir egginu sem sagt. Þetta er kynslóðin sem tekur svo við öllu draslinu eftir 40 ár! Kannski við ættum bara að gera göng strax til New York og gera okkur að fylki í Bandaríkjunum, erum hvort sem er á góðri leið þangað.
Er einhver hissa á því að ég fái bjánalegan aulahroll þegar ég hugsa um Íslenska ríkið?
Lifið heil
Stundum fæ ég bjánalegan aulahroll þegar ég hugsa um íslenska ríkið, nei það er ekki rétt, ég fæ alltaf bjánalegan aulahroll þegar ég hugsa um íslenska ríkið. Mér finnst þetta fólk sem stjórnar svo firrt og veruleika skert að það er ekkert lítið. Fyrir svo sem 10 árum var Ísland bjartasta vonin í heiminum. Voru að verða með þeim ríkustu, voru með besta heilbrigðiskerfið, góða skóla á öllum stigum mennta, atvinnuleysi lítið og fátæk varla til. ísland náði ekki að verða neitt meira en efnilegt því nú 10 árum seinna er bara allt að fara til fjandans. Við lepjum upp drulluna frá Bandaríkjamönnum og kinkum kolli í fyllsta þakklæti þegar þeir láta einn brauðmola falla af sínu "allsnægta" borði. Við getum ekki einu sinni mótað okkar eigin stefnu í varnarmálum landsins. "Nei við höfum enga þekkingu á því að að búa til varnaráætlanir, en við munum vissulega koma með punkta um það sem við höldum að sé nauðsynlegt fyrir landið." Þetta sagði hæstvirtur utanríkisráðherra í fréttum sjónvarps fyrr í vikunni þegar hann var spurður að því hvort íslenska ríkið myndi koma að gerð varnaráætlunar. Ég bara spyr: eru þið hálfvitar? Ætlið þið virkilega að láta annað ríki út í heimi semja varnaráætlun fyrir landið okkar???? Og hefur engum dottið það í hug að það sé kannski ekkert sniðugt að vera í aftaní-dingli við Bandaríkin? Að það sé hreint og klárt hættulegt? Það eru engir Arabar og muslimar í fýlu út í Ísland, en það er nóg af þeim í fýlu út í Bandaríkin!?
Mér lýður oft eins og ég búi í mauraþúfu. Og í stað þess að vinna saman sem ein heild þá hlaupa allir um í óðagoti og reyna að ota sínu og tota í eigin horni. Skemma jafnvel fyrir hinum í eigin framagirni. Heimurinn í dag er ekki öruggur staður til að vera á, það er bókað. En eigum við ekki að standa saman sem ein heild og vera sjálfstæð. Lifa eftir draumi mannanna sem börðust fyrir sjálfstæði okkar? Við erum svo upptekin af sjálfum okkur og eiga fyrir flotta húsinu og dýra bílnum að við tökum ekki eftir hvað er að gerast í kringum okkur. Vissuð til dæmis að Íslenskir unglingar, þá sérstaklega drengir, eru mörg hver að lesa um 100 orð á mínútu? Það er rétt svo stautfært. Íslensk ungmenni hafa ekki orðaforða til að geta tjáð sig opinberlega. Og ef maður hugsar út í það er þetta svo deginum augljósara. Fullorðna fólkið hefur engan tíma til að tala við börnin sín og láta skólana sjá um það, þar er íslensku kennsla skorin niður því það þarf að eiga fyrir nýrri kárahnjúkavirkjun og flottu listaverki fyrir framan stjórnarráðið, svo hlusta krakkarnir á útvarpsstöðvar eins og fm957 þar sem orðaforðin einskorðast við að vera hress, kúl, æðislegur og geðveikur. Ungt fólk les ekki dagblöð, né hlustar á fréttir eða tekur þátt í þjóðfélagslegum umræðum. Það umgengst annað ungt fólk og lærir af því, eggið kennir egginu sem sagt. Þetta er kynslóðin sem tekur svo við öllu draslinu eftir 40 ár! Kannski við ættum bara að gera göng strax til New York og gera okkur að fylki í Bandaríkjunum, erum hvort sem er á góðri leið þangað.
Er einhver hissa á því að ég fái bjánalegan aulahroll þegar ég hugsa um Íslenska ríkið?
Lifið heil