Það er komið sumar, sól í heiði skín...
Jamm yndislegt alveg, vorið er komið og grundirnar gróa. Náttúran er öll að lifna við og virðist sem hvert einasta jarðarlíf vilji fjölga sér. Alla vega vakna ég alla morgna við tilhugunarsöng fuglana og ég get ekki sagt að mér leiðist það. Náttúran er líka hlaupin í hundinn minn því hún, þrátt fyrir ungan aldur, er farin að lóða. Nágranna hundarnir hafa verið sem plága hér. Ruddust hér inn fyrr í vikunni og slógust blóðugt á þvottahúsgólfinu hjá mér. Versta var að þeir gerðu þetta fyrir framan börnin sem urðu æði skelkuð meira segja svo að Arndís ætlaði ekki að þora út í bíl hvað þá meira lengi á eftir. Þá var mínum alveg nóg boðið og hringdi á bæina í kring og sagði hundeigendunum að hann myndi skjóta næsta hundkvikindi sem hér kæmi óboðin. Það var lufsast til að ná í þá. "Óvinurinn" hringdi svo og vildi ræða málin og Sveinn sagði bara að hann ætti að gelda hjá sér hundinn, það var ekki hægt hann var víst voða fínn hreinræktaður og hvolpar kosta 110 þús. Systir hans talaði ekkert við okkur, annað hvort var hún sammála eða móðguð. Mín skoðun er bara sú að maður á að passa að hundurinn sinn valdi ekki ónæði á öðrum bæum. Þó að tíkin mín væri að lóða þá var hún ekkert að fara neitt heldur var bara salla róleg hér heima við.
Annars eiga tvær heiðurs konur afmæli í dag. Önnur hefur verið nágranni minn on og off í svo sem 4 ár og hafa samskipti okkar verið góð í öll þau ár, til hamingju Sigrún mín með árin 28. Svo á hún amma mín afmæli í dag hún er orðin 73 ára en hefur þó ekki elst um dag frá því ég man eftir mér, bara yngst ef eitthvað er. Til hamingju amma mín.
Byko menn eru enn að fara illa með okkur, innréttingin kom sködduð frá þeim og svo neita þeir að borga flutninginn eftir að þeir klúðruðu sendingunni fyrir páska, bara bjánar og hvet ég alla til að skipta frekar við Húsasmiðjuna en þá.
Lifið heil
Jamm yndislegt alveg, vorið er komið og grundirnar gróa. Náttúran er öll að lifna við og virðist sem hvert einasta jarðarlíf vilji fjölga sér. Alla vega vakna ég alla morgna við tilhugunarsöng fuglana og ég get ekki sagt að mér leiðist það. Náttúran er líka hlaupin í hundinn minn því hún, þrátt fyrir ungan aldur, er farin að lóða. Nágranna hundarnir hafa verið sem plága hér. Ruddust hér inn fyrr í vikunni og slógust blóðugt á þvottahúsgólfinu hjá mér. Versta var að þeir gerðu þetta fyrir framan börnin sem urðu æði skelkuð meira segja svo að Arndís ætlaði ekki að þora út í bíl hvað þá meira lengi á eftir. Þá var mínum alveg nóg boðið og hringdi á bæina í kring og sagði hundeigendunum að hann myndi skjóta næsta hundkvikindi sem hér kæmi óboðin. Það var lufsast til að ná í þá. "Óvinurinn" hringdi svo og vildi ræða málin og Sveinn sagði bara að hann ætti að gelda hjá sér hundinn, það var ekki hægt hann var víst voða fínn hreinræktaður og hvolpar kosta 110 þús. Systir hans talaði ekkert við okkur, annað hvort var hún sammála eða móðguð. Mín skoðun er bara sú að maður á að passa að hundurinn sinn valdi ekki ónæði á öðrum bæum. Þó að tíkin mín væri að lóða þá var hún ekkert að fara neitt heldur var bara salla róleg hér heima við.
Annars eiga tvær heiðurs konur afmæli í dag. Önnur hefur verið nágranni minn on og off í svo sem 4 ár og hafa samskipti okkar verið góð í öll þau ár, til hamingju Sigrún mín með árin 28. Svo á hún amma mín afmæli í dag hún er orðin 73 ára en hefur þó ekki elst um dag frá því ég man eftir mér, bara yngst ef eitthvað er. Til hamingju amma mín.
Byko menn eru enn að fara illa með okkur, innréttingin kom sködduð frá þeim og svo neita þeir að borga flutninginn eftir að þeir klúðruðu sendingunni fyrir páska, bara bjánar og hvet ég alla til að skipta frekar við Húsasmiðjuna en þá.
Lifið heil